Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 23
5. mynd. Horft yfir regnskóg á eyjunni Tioman austur af strönd Malasíu. Næst strönd-
inni vaxa kókospálmar (Cocos nucifera, pálmaættar) en staka tréð er Casuarina equis-
etifolia (Casuarinaceae). Fjær tekur svo regnskógurinn við. Takið eftir hvernig beinir
stofnar hæstu trjánna, sem einkum eru „dipterokarpar", standa upp úr laufþakinu og
greinast fyrst töluvert ofar. Hæð skógarins má nokkuð marka af manninum sem stendur
rétt hægra megin við Casuarina equisetifolia. View to the island of Tioman. The line of
coconut palms (Cocos nucifera, Arecaceae) closest to the sandy beach is interrupted by a
single tree of Casurina equisetifolia (Casuarinaceae). Further back, the rain forest takes
over. Note how the straight, unbranched trunks of the tallest trees, mainly dipterocarps,
rise above the continuous forest canopy. The man standing to the right of Casurina equis-
etifolia gives an indication of the height of the forest. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir.
Greindi menn nokkuð á um hvað lög-
in væru mörg. Flestir töldu þau vera
fimm en aðrir þrjú. Lögin fimm (4.
mynd) voru A, tré sem standa upp úr
efsta samfellda laufþakinu; B, aðal-
laufþakið; C, neðra laufþakið; D, lag
runna og smávaxinna trjáa og E, jurtir
og kímplöntur. Vistfræðingar nú á
dögum eru ekki allir sannfærðir um að
þessi lagskipting sé raunveruleg, held-
ur telja þeir dreifingu trjánna með
hæð fremur samfellda. Stöku trén sem
teygja sig upp úr laufþakinu, mynda
„uppalag“ (5. mynd). Þetta efsta lag
sem þó er aldrei samfellt, mynda
ákveðnar tegundir en trén greinast
ekkert fyrr en í e.t.v. 30 til 45 m hæð,
þ.e. tveir þriðju hlutar bolsins eru án
greina (Myers 1984).
Langflestar blómplönturnar eru
trjákenndar (2. mynd) en í regnskóg-
um eru ýmis vaxtarform sem ekki
sjást á okkar breiddargráðum. Þarna
eru jurtkenndar klifurplöntur, trjá-
kenndar klifurplöntur, alls konar
ásætur (sem sitja á greinum trjáa),
17