Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 26
og öðrum skordýrum. Öðru hverju berast skrækir frá öpum eða fuglum en dýr á jörðu niðri fara yfirleitt hljóðlega um, nema þau stærstu eins og fílarnir sem hvorki þurfa að óttast rándýr né varast að styggja bráð. A skógarbotninum bíða blóðsugur. Þær eru næmar fyrir hita og þegar spendýr eiga leið hjá, teygja þær sig upp og í átt að hitanum og reyna að festa sog- skálarnar við líkama dýrsins. Vinds gætir lítið nema efst í skógin- um. Niðri í laufþykkninu er loftið rakt og kyrrt. Þar sem saman fer að loft er mjög kyrrt og tegundir vaxa svo dreift, kemur vart á óvart að vind- frævun er sjaldgæf (Janzen 1975). Einu vindfrævuðu trén eru þau sem verða allra hæst og standa upp úr lauf- þakinu. Hin eru nær undantekningar- laust frævuð af dýrum sem oftast fá eitthvað í staðinn frá plöntunni, t.d. blómsykur eða frjókorn. í Evrópu eru skordýr einu frjóberarnir. Skordýr, s.s. flugur, bjöllur og fiðrildi eru líka mikilvægir frjóberar í hitabelti en auk þeirra bera mörg önnur dýr frjó á milli blóma. Til dæmis eru leðurblök- ur mikilvægir frjóberar og fræva ýms- ar nytjaplöntur, t.d. banana, mangó- tré, negultré og avokadotré. Leður- blökurnar eru á höttunum eftir blómsykri en bera um leið frjó á milli blóma. Leðurblökublóm eru oftast stór og ilmsterk með miklum blóm- sykri, en litdauf og opnast aðeins á nóttunni. Fuglar eru líka mikilvægir frjóberar, sérstaklega kólibrífuglarnir í Ameríku. Til kólibrífugla teljast um 300 tegundir og þeir eru einu frjóber- ar nokkurra þúsunda plöntutegunda í hitabelti Suður-Ameríku, meðal ann- ars villts ananas. Til kólibrífugla telj- ast smæstu fuglar heims, en þeir minnstu vega aðeins um 2 g. í hita- belti gamla heimsins eru hunangsfugl- ar frjóberar en þar gegna fuglar ekki jafnstóru hlutverki og í Suður-Amer- íku (Janzen 1975). Blóm frævuð af kólibrífuglum eru oftast rauð með djúpri krónu. Dæmi eru til um óvenjulegri frjóbera; fiska í Amason- fljóti, ýmis nagdýr og jafnvel apa. Flestir frjóberanna eru trygglyndir og sérhæfa sig á eina tegund. Vegna þess hve plönturnar vaxa oft dreift þýðir þetta að þeir þurfa oft að fara (fljúga) langar vegalengdir. Nokkrar tegundir og hópar plantna Þrátt fyrir að tegundir eru gjörólík- ar, er yfirbragð og gerð skóganna svipuð; þ.e. vistirnar eru áþekkar en bara skipaðar ólíkum tegundum. Verð- ur hér rætt lítillega um nokkrar tegund- ir og ættir sem setja svip sinn á skógana eða eru nytjaðar á einhvern hátt. Flest stærstu trén í regnskógum As- íu heyra til ættanna Dipterocarpaceae og Fabaceae (Leguminosae, ertu- blómaættar). Ertublómaættin er þriðja stærsta ætt blómplantna og er dreifð um nærri allan hnöttinn. Trjá- kenndar tegundir eru þó nánast bundnar við hitabeltið. Nafnið Dipterocarpaceae (diptero = tveir vængir, carp = fræva) er dreg- ið af því að aldinið er vængjuð hnota, en vængirnir eru ýmist tveir eða þrír. Þessari ætt er skipt í þrjár undirættir og finnst ein í hitabelti Ameríku, ein í Afríku og ein í Asíu. Dipterokarpar eru útbreiddastir í Asíu en þar finnast alls 470 tegundir (Ashton 1988). Lífs- ferill þeirra er líklega að mörgu leyti dæmigerður fyrir þær trjátegundir sem einkenna láglendisskógana. Flestir dipterokarpar eru sígrænir og finnast eingöngu í gömlum, óröskuðum skóg- um. í sírökum skógum blómstra trén á um fimm ára fresti en bera þá mjög mörg blóm. Athuganir á Shorea-teg- undum hafa t.d. sýnt að eitt tré getur borið 4 milljónir blóma yfir um hálfs 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.