Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 27
mánaðar skeið (Ashton 1988). Sama
hegðan, þ.e. massablómgun allra ein-
staklinga sömu tegundar með löngu
millibili, er vel þekkt meðal trjáa í
tempraða beltinu (Silvertown 1980) og
er fyrirbærið kallað mast fruiting og
mast years á ensku og mætti þýða sem
gnóttár á íslensku. Ef til vill hefur ver-
ið valið fyrir óreglulegri blómgun með
ofgnótt fræja vegna afráns dýra á fræj-
unum. Flest ár eru þá fá eða engin fræ
og afræningjar (þ.e. frææturnar)
svelta en í gnóttárum yfirfyllist mark-
aðurinn og framboðið verður miklu
meira en afræningjar ná að torga
(Janzen 1970). Þar með er líklegra að
einhver fræ sleppi og nái að spíra. I
flestum tilfellum er ekki vitað hvað
hvetur'blómgunina en gnóttár diptero-
karpa hafa verið tengd við komu hlýja
hafstraumsins E1 Nino (Ashton 1988).
Blómin eru frævuð af skordýrum.
Fræin eru skammlíf, þau spíra strax
eða deyja þannig að þessi tré safna
engum fræforða í jörðu. Kímplönturn-
ar eru skuggaþolnar en vaxa mjög
hægt (Ashton 1988). Með tímanum ná
nokkrir einstaklingar að teygja sig upp
í laufþykknið og þeir sem heyra til há-
vöxnustu tegundunum mynda að lok-
um hvelfdar krónur langt fyrir ofan
hið samfellda laufþak (5. mynd). Að
lokum má svo geta þess að eins og
flestöll eða öll regnskógatré, lifa dipt-
erokarpar í sambýli við rótarsvepp.
Annar hópur plantna sem setur
mjög svip sinn á regnskóga Suðaustur-
Asíu eru klifurpálmarnir. Þeir eru
ekki bundnir við Asíu (nokkrar teg-
undir finnast einnig í Afríku), en þar
eru þeir langútbreiddastir og hafa ver-
ið greindar a.m.k. 550 tegundir
(Dransfield 1981), flestar á Malakka-
skaganum og Borneó. Þeir tilheyra
mörgum ættkvíslum pálmaættarinnar
(Arecaceae eða Palmae) en öllum er
það sameiginlegt að reiða sig á stuðn-
ing annarra plantna og oft vinda þeir
sig langar leiðir eftir laufþakinu.
Sveigjanlegur bolurinn er þakinn
löngum, illvígum göddum (8. mynd)
sem stundum eru krókbognir. Fremsti
hluti stöngulsins er mjúkur og hring-
aður, vex upp á við og sveigist til og
frá uns hann finnur hald í annarri
plöntu. Gaddarnir myndast seinna og
festa pálmann tryggilega. Alþýðuheiti
þeirra í Malasíu er rotan og hafa þeir
verið kallaðir „rattan palms“ á ensku.
A íslensku hefur verið notað orðið
reyr eða spanskreyr. Reyr klifurpálma
er mjög eftirsóttur í húsgögn. Honum
svipar nokkuð í útliti til bambuss, en
er sveigjanlegri og hvorki holur að
innan né með liðamótum. Ekta reyr-
húsgögn eru ávallt dýrari en bambus-
húsgögn en nokkuð mun um það, að
húsgögn úr alls óskyldum plöntum,
bambus, Phragmites tegundum eða
víði, séu seld sem reyrhúsgögn.
Reyrpálmar eru yfirleitt ekki ræktaðir
og erfitt er að ná þeim einum og sér
úr laufþakinu. Aður höfðu menn ekki
önnur ráð en að toga stofnana niður
en nú er farið að notað stórvirkar vél-
ar og fella allan skóg á svæðinu. Upp
úr 1970 komust reyrhúsgögn í tísku í
Evrópu og var þá gengið mjög á þessa
pálma, einkum í Malasíu. Eftirsótt-
ustu tegundirnar eru sumar orðnar
mjög sjaldgæfar og a.m.k. ein er nær
útdauð í sínum náttúrulegu heim-
kynnum þótt hún sé enn til í grasgörð-
um (Ðransfield 1981).
Kyrkiplöntur eru einkennilegur
hópur. Þær byrja líf sitt sem ásætur
hátt í einhverju tré. Síðan senda þær
niður rætur sem í fyrstu hanga lausar
utan á bol hýsiltrésins en vaxa síðar
niður í jarðveginn. Upprunalegu ræt-
urnar leggjast þétt að bolnum, þykkna
og greinast með tímanum. Greinarnar
renna svo saman og mynda fyrst net
en síðan nær samfelldan hólk utan um
21