Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 28
8. mynd. Gaddar á stofni reyr- pálmans Calamus fasciculata (Arecaceae). Myndin er tekin í Grasagarðinum í Singapore. Spiny stems of the rattan palm Calamus fasciculata (Are- caceae). Singapore Botanic Gar- dens. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhallsdóttir. hýsiltréð sem oft deyr að lokum (9. mynd). Þekktustu kyrkiplönturnar eru ýmsar tegundir fíkjutrjáa (Ficus) og Schefflera en plöntur af báðum þessum ættkvíslum eru vinsælar potta- plöntur. Að lokum má minnast aðeins á jurt- irnar sem mynda botngróðurinn. Þær eru ekki margar enda er gróðurinn gisinn. Hinar stærstu eru einkímblöð- ungar, bambusar (sem tilheyra mörg- um ættkvíslum) og tegundir af ætt- kvíslum banana (Musa) og engifers (Zingiber). Þetta eru stórvöxnustu jurtir jarðar. Bananaplantan, sem reyndar er bundin við rjóður eða opin svæði þar sem bjart er, getur t.d. orð- ið allt að 12 m há (Whitmore 1984) og bambusar enn hærri eða allt að 18 m (Myers 1980). Blöð minnstu plantn- anna sýnast stundum sjálflýsandi blá, græn eða rauð. Þetta mun ekki stafa af litarefnum heldur af ljósgleypni blaðanna. í mörgum bókum (t.d. Whitmore 1984, Polunin 1987) er því haldið fram að þetta geri þeim fært að ljóstillífa í minna ljósi en aðrar plönt- ur geta en ekki er mér kunnugt um til- raunir þar að lútandi. Af sérkennilegum og þekktum teg- undum blómplantna má nefna vatna- liljuna Victoria amazonica. Hún er nefnd til heiðurs Viktoríu Breta- drottningu og hét upphaflega Victoria regia. Eins og nafnið bendir til eru heimkynni hennar í Amason. Blöðin 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.