Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34
Útrýmingu einnar plöntutegundar gæti t.d. fylgt útrýming dýra sem sér- hæfð eru á þessari tegund og éta blöð hennar, aldin, fræ, frjókorn eða blóm- sykur. Flest bendir einnig til þess að regnskógar séu mjög lengi að ná sér eftir röskun. Þar sem rudd hafa verið stór svæði og öllum gróðri eytt, virðist stundum alls engin endurnýjun verða; svæðið viðhelst sem gróðurvana eyði- mörk. Annars staðar líður mjög lang- ur tími þar til skógur, jafngildur frum- skóginum, hefur vaxið upp aftur. Skógurinn í kringum musterið Ang- kor Vat í Kambódíu var ruddur fyrir um 600 árum og er enn frábrugðinn frumskóginum í næsta nágrenni. Því er hugsanlegt að þessi flóknustu og marg- þættustu vistkerfi jarðar séu bundin við hitabeltið því aðeins þar hefur um- hverfið, einkum er loftslag varðar, ver- ið nógu stöðugt til að leyfa áframhald- andi tilvist þeirra (Myers 1986). EYÐING REGNSKÓGA Eins og áður var getið, er Amason- skógurinn langstærstur núverandi regnskóga og þekur hann nú um 4 milljónir km2. Næst stærstir eru skóg- ar Suðaustur-Asíu (Indónesíu og Malasíu), um 2,5 milljónir km2. Regn- skógar Afríku þekja um 1,8 milljónir km2 (Pringle 1969 í Whitmore 1984). Líklega er búið að eyða um helm- ingi þeirra regnskóga sem til voru 1830 (Sommer 1976 í Myers 1980, Ayensu o.fl. 1984), þannig að nú eru eftir ósnortnar um 8,5 milljónir km2 af 16 milljónum km2 (Myers 1986). Mest hefur eyðingin orðið í Asíu. Talið er að nú sé aðeins eftir um þriðjungur af skógum Indlands, Burma og Sri Lanka en um 60% af upprunalegum skógum Suðaustur-Asíu. Afríka mun enn halda nálægt helmingi af sínum skógum og Suður-Ameríka nálægt tveimur þriðju (Ayensu o.fl. 1984). Eyðingin er, og mun líklega halda áfram að vera, hröðust í Suðaustur- Asíu og ef svo fer fram sem horfir, verða regnskógar þar nærri horfnir um næstu aldamót, eftir aðeins tíu ár (sjá t.d. Whitmore 1980, World Con- servation Strategy 1980, Ng 1983, Dia- mond & May 1985). Ástæður fyrir óðfluga eyðingu regn- skóga eru margar og ólíkar eftir svæð- um og heimsálfum. Sums staðar í hin- um þéttbýlu löndum Asíu vantar hreinlega land; sívaxandi mannmergð þarf meira pláss og meiri mat. Sem dæmi má taka Jövu sem er eitt þétt- býlasta land heims. Þar lifa um 100 milljónir manna á 134.000 km2 lands (Davis o.fl.1986). Næstum allur lág- lendisregnskógur Jövu hefur verið ruddur og tekinn til ræktunar. Nú er verið að flytja fólk þaðan á nærliggj- andi eyjar, sérstaklega Borneó (Kal- imantan) í stórum stíl og ryðja þar gíf- urleg landflæmi til jarðræktar. Þar sem því varð við komið brenndu menn skóginn en eftir óvenju þurrt tímabil árið 1983 fór eldurinn úr bönd- unum og afleiðingin varð einn hrika- legasti skógarbruni sem sögur fara af. Eldurinn geisaði líklega í næstum eitt ár og mönnum súrnaði í augum alla leið vestur til Malasíu. Alls brunnu um 30.000 km2 lands (Davis o.fl. 1986), eða sem samsvarar næstum þriðjungi flatarmáls íslands. Skógarnir í Suðaustur-Asíu hafa verið nýttir til landbúnaðar um langan aldur (Myers 1980). Fólk hafði hins vegar ekki fasta búsetu, heldur flakk- aði um; gerði lítil rjóður með því að brenna skóginn og ræktaði þar sína lífsbjörg í tvö til þrjú ár meðan upp- skera var viðunandi. Þá flutti það sig um set og ræktaði nýjan blett. í þess- um Iöndum er fólksfjölgun gífurlega ör og flökkubændur eru nú taldir vera allt að 140 milljónir á um 4 milljónum 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.