Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 36
tæpum 11 milljónum km2 árið 1975
(sem er mun hærri tala en áætlun
Myers frá 1986 sem áður var vitnað í) í
um 6,6 milljónir km2 um næstu alda-
mót, eða um 40%. Global 2000 áætl-
aði eyðinguna um 4% á ári í Amason
og um 1% á ári í Mið og Vestur- Afr-
íku og er þar miðað við tölur frá því
um 1975. Tölum sem gefnar eru upp
um eyðingu ber annars mjög illa sam-
an. Lægstu áætlanir eru nálægt 65.000
km2 á ári en hæstu tölur um 250.000
km2 á ári (Myers 1980, Council of
Environmental Quality 1980 í Rubin-
off 1983). Nýrri tölur eru gjarnan ná-
lægt 200.000 km2 og fara hækkandi.
Þannig telur Prance (1989) skógaeyð-
ingu í Brasilíu einni hafa verið
204.000 km2 árið 1987 og um 250.000
km2 árið 1988.
Astæðumar fyrir því hve tölunum ber
illa saman eru einkum tvær. I fyrsta lagi
eru gögnin gloppótt og ófullkomin. I
sumum löndum, t.d. í Suður-Asíu, eru
tölurnar byggðar á nokkuð áreiðanleg-
um svæðisbundnum upplýsingum. Frá
öðrum löndum, t.d. Zaire, fást engar
tölur og þar er ekkert að styðjast við
nema gervitunglamyndir (Myers 1980)
en túlkun þeirra er erfið þegar ekki fást
til samanburðar gögn af jörðu niðri. í
öðru lagi er það líka matsatriði hvenær
búið er að eyða skóginum. Frumskóg-
ur, í þess orðs upprunalegu merkingu,
þ.e. skógur sem staðið hefur ósnertur í
a.m.k. mjög langan tíma, er að bygg-
ingu og tegundasamsetningu mjög ólík-
ur þeim skógi sem upp vex eftir röskun.
Skógurinn sem myndast eftir röskun er
mun lægri en upprunalegi skógurinn. í
honum vaxa aðrar tegundir trjáa og
einnig undantekningarlaust miklu færri
tegundir. Pálmar eru fáir eða þá vant-
ar alveg og sömuleiðis ber lítið á ásæt-
um. Sumir vísindamenn telja að þá sé
búið að eyða því vistkerfi sem áður
var, en aðrir telja það ekki skógaeyð-
ingu fyrr en öllum skógi á svæðinu,
hvernig svo sem hann er, hefur verið
eytt og landið er orðið alveg skóglaust.
Myers (1986), sem einna mest hefur
skrifað um þessi mál, telur eyðinguna
nálægt 200.000 km2 á ári, þar af hafi
öllum skógi verið eytt á um helmingi
þessa lands, en um helmingur sé skóg-
ur sem orðið hafi fyrir verulegri rösk-
un. Hann skiptir eyðingunni eftir or-
sökum niður í söfnun á eldiviði (um
25.000 km2 á ári), ræktun graslendis
fyrir hjarðir nautgripa (20.000 km2 á
ári), skógarhögg (vegna timburs,
45.000 km2 á ári) og loks land sem
smábændur og flökkubændur brjóta
til ræktunar, sem eins og áður sagði
eru 100 til 200 þús. km2 á ári (Myers
1980,1986).
Úírýming tegunda
Eyðingu regnskóga mun fylgja gíf-
urleg útrýming tegunda. Af öllum
þeim margvíslegu vandamálum sem
fólksfjölgun og iðnvæðing hafa leitt af
sér, felast í þessari útrýmingu ein allra
alvarlegastu áhrifin sem maðurinn
hefur á umhverfi sitt (sjá t.d. Global
2000 Report to the President). Út-
dauði tegundar er endanlegur og óaft-
urkallanlegur. Með því að útrýma teg-
undum í stórum stíl er maðurinn að
þurrka út lífverur sem eru nauðsyn-
legar til þess að þau ferli sem viðhalda
lífi á jörðinni geti haldið áfram. Hann
er líka að útrýma lífverum sem mjög
líklega hefðu getað orðið honum nyt-
samlegar t.d. sem fæða eða lyf.
Iskyggilegast er þó kannski að maður-
inn er einnig að skerða möguleika
áframhaldandi þróunar á algjörlega
ófyrirsjáanlegan hátt. Að auki kemur
svo hin siðfræðilega hlið málsins;
hvort maðurinn einn tegunda eigi
dómsvald um tilverurétt tegunda á
þessari jörð.
Ekki eru til nema lauslegar ágiskan-
30