Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 38
með að grafa rásir, sérstaklega í halla. Framburður fljóta eykst því gífurlega og getur valdið vandræðum neðar á vatnasviðinu þar sem vatnið er e.t.v. notað til áveitna eða til raforkufram- leiðslu. Gróðurhúsaáhrif Frá því að iðnbyltingin hófst, hefur styrkur ýmissa gastegunda í andrúms- lofti jarðar aukist og umsvif mannsins hafa auk þess bætt nokkrum við sem ekki fundust þar áður. Þessi efni deyfa ekki verulega styrk inngeislunar frá sólu sem er aðallega á sýnilegum bylgjulengdum ljóss. Útgeislun jarðar er hins vegar hitageislun á innrauðum bylgjulengdum. Gösin gleypa geislun á þeim bylgjulengdum og eftir því sem styrkur þeirra vex, loka þau í auknum mæli fyrir hitaútgeislun frá jörðu. Af- leiðingin verður hækkun hita í loft- hjúpi jarðar og eru þetta oftast kölluð gróðurhúsaáhrif (þótt í raun sé skýr- inga á hita í glerhúsum að leita í kyrru lofti fremur en því að geislun með innrauðum bylgjulengum komist ekki út). Flestir vísindamenn virðast nú sammála um að þessara áhrifa muni gæta, en óvissara er hvenær það verð- ur og hve mikið lofthiti muni hækka (sjá t.d. Kerr 1988, Ramanathan 1988, Hansen 1988, Hansen o.fl. 1989). Hugsanlega fer marktækra áhrifa að gæta fyrir aldamót. Nálægt eða fyrir miðja næstu öld gæti meðalhiti jarðar hafa hækkað um 2,5 °C til 5,5 °C (Hansen o.fl. 1989). Hækkunin verður þó mjög misdreifð yfir jörðina. Hún verður minnst við miðbaug en mest út til heimskautanna. Talið er að um helming hugsanlegra gróðurhúsaáhrifa megi rekja til aukins koltvísýrings en mælingar sýna að frá því um 1850 hefur magn hans í and- rúmslofti aukist um nálægt 30%. En hver er uppruni þessa koltvísýrings? Aukninguna má í fyrsta lagi rekja til bruna á plöntuleifum: kolum, olíu og jarðgasi. Þessir lífrænu orkugjafar eru leifar burkna, jafna og annarra plantna sem mynduðu geysivíðlenda fenjaskóga á kolatímabilinu fyrir um 350 milljónum ára. Þær rotnuðu ekki heldur fergðust í tímans rás í loftfirrð- um vatnsósa jarðveginum. Plöntur eru að langmestu gerðar úr kolvetnum, einkum sellulósa og tréni, og það er þetta eldgamla, uppsafnaða kolvetni sem bruni kola, olíu, jarðgass og bensíns nú breytir í koltvísýring og sleppir út í andrúmsloftið. 1 öðru lagi má rekja aukningu á koltvísýringsmagni til skógaeyðingar og þá fyrst og fremst eyðingar regn- skóga. Fyrstu áætlanir bentu margar til þess að framlag skógaeyðingar gæti verið jafnmikið og bruna á jarðefnum (Woodwell o.fl. 1978). Nýjar tölur eru talsvert lægri (Woodwell o.fl. 1983). Til dæmis benda útreikningar Detwil- er og Hall (1988) til þess að framlag skógaeyðingar sé nálægt 20% af fram- lagi vegna bruna jarðefna. Ein leið til að draga úr styrk kol- tvísýrings í andrúmsloftinu er að binda koltvísýringinn á ný í plöntum, með öðrum orðum að hefja skógrækt í stórum stíl. Þetta kann að hljóma æv- intýralega en er engu að síður kostur sem verið er að íhuga alvarlega (Booth 1988, Byrne 1988). FRIÐLÖND Þegar á fyrri hluta næstu aldar munu regnskógar vart verða til nema sem tiltölulega litlar og einangraðar „eyjar“ í hafsjó ræktaðs eða gróður- snauðs lands. Ekki er óiíklegt að þá verði aðeins eftir sæmilega víðlendir skógar innst í Amason og í Kongó (Diamond & May 1985). Á síðustu ár- um og áratugum hefur þó mikið áunn- ist í friðun svæða en óðum styttist sá 32

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.