Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 46
1. mynd. Núverandi gosbelti íslands. Rekbeltið markar plötuskilin, en nákvæmari stað-
setning þeirra er sýnd lauslega með stjörnum. Jaðarbeltin liggja utan plötuskilanna.
Byggt á kortum Kristjáns Sæmundssonar (1979). The presently active volcanic zones in
Iceland. The rift zone (rekbelti) marks the trace ofthe divergent plate boundary in Iceland
(indicated by stars), but the flank zones (jaðarbelti) lie outside the plate boundary. Based
on maps by Kristján Sœmundsson (1979).
gjóskulagarannsóknum, kortlagningu
hraunlaga og fleiri atriðum. Gossaga
Heklu er best þekkt (Sigurður Þórar-
insson 1968, 1970), en einnig hefur
saga nokkurra svæða á nútíma verið
könnuð, svo sem eldstöðvakerfa á
Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978,
1983, 1984, 1985), Veiðivatna (Guð-
rún Larsen 1984, 1988), Kröflukerfis-
ins (Sigurður Þórarinsson 1979, Kristj-
án Sæmundsson 1984), Kötlu (Sigurð-
ur Þórarinsson 1975) og Öræfajökuls
(Sigurður Þórarinsson 1958). Berg-
fræði margra eldstöðvakerfa á nútíma
hefur verið könnuð (Sveinn Jakobs-
son o.fl. 1978, Sveinn Jakobsson
1979), og nokkur meginatriði í eld-
virkni allra eldstöðvakerfa á íslandi á
nútíma er að finna í bók Ara Trausta
Guðmundssonar (1986).
I þessari grein er reynt að meta
gostíðni eldstöðvakerfa á plötuskilum
út frá ákveðnu reiknilíkani. Líkanið
er ekki unnt að nota til að spá fyrir
um einstök gos í tilteknum eldfjöllum,
en það skýrir hins vegar, a.m.k. að
einhverju leyti, gostíðni eldfjalls yfir
hundruð eða þúsundir ára. Eldgosa-
spár fyrir einstök eldfjöll á tilteknum
tíma taka mið af gossögu fjallsins en
byggja svo til einvörðungu á mæling-
um á ýmsum þáttum svo sem jarð-
skjálftum og aflögun jarðskorpu yfir
hólfi fjallsins. Fyrir tiltekin gos eða
einstakar goshrinur geta slíkar spár
haft verulegt gildi varðandi almanna-
40