Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 52
4. mynd. Skágangaþyrping (keilugangaþyrping) í Geitafellseldstöðinni við Hoffellsjökul
á Suðausturlandi. Gangarnir eru úr blágrýti, flestir 0.5-1 m þykkir og eru hér allt að 80-
90% af berginu. Gabbróinnskot, Geitafellsbjörg, sem sést aðeins í efst til vinstri á mynd-
inni er líklega toppur þess forna kvikuhólfs sem myndaði skágangaþyrpinguna. Nánari
upplýsingar má finna í ritgerð Guðmundar Ómars Friðleifssonar (1983). A swarm of
inclined sheets in the central volcano of Geitafell in Southeastern Iceland (cf. Guðmundur
Ómar Friðleifsson 1983). Here 80-90% ofthe rock consists ofsheets, all of which are bas-
altic and mostly 0.5-1 m thick. The gabbro intrusion in the upper left corner ofthe photo-
graph is probably the uppermost part of the shallow magma chamber that gave rise to the
sheet swarm. Ljósm. photo Ágúst Guðmundsson.
borði af þessum sökum, en algeng-
asta gerð basaltkviku (þóleiítkvika) er
eðlisléttari en skorpan og ætti eðl-
ismassi því ekki að hindra kvikuna
í að ná til yfirborðs. Þá telja sumir að
grunnvatn í efri lögum skorpunnar
geti kælt kviku það mikið að hún
stöðvist á leið sinni til yfirborðs
(Walker 1974b). Ekki er líklegt að sú
kæling skipti verulegu máli hér á
landi, og má benda á að basaltgos eru
algeng á úthafshryggjum (Macdonald
1982, Sempere og Macdonald 1987)
þar sem kælandi áhrif vatns á kviku
ættu þó að vera mun meiri en hér á
landi.
I fjórða lagi getur grunnstætt kviku-
hólf sem verður á vegi gangs gleypt
kviku hans, að hluta eða alveg (Ágúst
Guðmundsson 1987a). Eins og vikið
var að hér á undan má gera ráð fyrir
að í flestum tilfellum komi slíkur
gangur sem hittir á hólf af stað kviku-
hlaupi úr hólfinu, þannig að nýr gang-
ur skjótist út úr hólfinu. Sá gangur
kann að ná yfirborði, en það er þó
háð þeim skilyrðum sem rædd voru
hér á undan.
46