Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 55
ár gæfi þá af sér um 400 ganga, og það sem lifði í milljón ár gæfi af sér um 1400 ganga. Þessar niðurstöður má prófa laus- lega. í vel opnum sniðum þvert í gegnum þá gangaþyrpingu sem kennd er við Álftafjörð á Austfjörðum eru allt að 100 gangar með um 4 m meðal- þykkt (Ágúst Guðmundsson 1984). Þar sem lengd ganga er gjarnan um 1000-föld þykkt þeirra (Agúst Guð- mundsson 1983,1984), og þyrpingin er a.m.k. 50 km löng, gæti hún talið um tífalt fleiri ganga en finnast í einu sniði, eða um þúsund ganga í þessu tilviki. Þessir reikningar eru auðvitað mjög lauslegir og ber að taka með varúð, en þeir ættu engu að síður að gefa rétt stærðarþrep að því er varðar fjölda ganga í Álftafjarðarþyrping- unni. Því má álykta að niðurstöður fyrir langtíma gostíðni, samkvæmt því líkani sem hér hefur verið rætt, falli allvel að raunverulegan fjölda ganga í gangaþyrpingum utan við megineld- stöðvar. Innan megineldstöðva, í grennd við grunnstæð kvikuhólf, er gangafjöldinn (skágangar, keilugang- ar) hins vegar mun meiri, af ástæðum sem áður voru nefndar. Skammtíma gostíðni Reykjanesskagi er það svæði hér á landi þar sem fjöldi gosa á nútíma er hvað best þekktur (Jón Jónsson 1978, 1983, 1984, 1985). Samkvæmt gögnum Jóns Jónssonar (1978, 1984) hafa þar orðið um 200 gos á síðustu 10-12 þús- und árum. Þessi gos hafa deilst á fjög- ur eldstöðvakerfi sem til samans eru 35 km að breidd. Fyrir svo langt tíma- bil er stuðull togspennumögnunar (k) á bilinu 1,0-3,0. Ef gert er ráð fyrir að Reykjanesskaginn taki á sig allt rekið og að allir gangar nái yfirborði (séu gosgangar) ættu að verða 0,8-2,4 gos (háð stærð k) á hverjum 100 árum (6. mynd). Á 12 þúsund árum ættu því að hafa orðið 96-288 gos á Reykjanes- skaga, sem er í góðu samræmi við töl- una 200 hér á undan. Þótt niðurstöður þessara reikninga falli tiltölulega vel að áætluðum fjölda gosa á Reykjanesskaga, er óvissan í reikningunum mikil. Rekhraðinn og gildin á k eru sennilega nærri lagi, en það er hins vegar ekki eins víst að gera megi ráð fyrir að allir gangar á svo löngu tímabili hafi náð til yfir- borðs. Á móti kemur þó að ef hærri talan, 288 gos, er nálægt raunveruleg- um fjölda ganga á þessu tímabili, hef- ur allt að þriðjungur þeirra ekki náð yfirborði og ofangreind forsenda því óþörf. Vera kann að allir eða lang- flestir gangar hafi náð yfirborði á fyrri hluta nútíma þegar hraunaframleiðsla var mest á skaganum (Ágúst Guð- mundsson 1986d), en að hlutur hreinna innskota hafi farið vaxandi síðustu árþúsundin samtímis því sem hraunaframleiðslan hefur minnkað. Þá hafa sumar gossprungur og margar dyngjur myndast utan hinna eiginlegu eldstöðvakerfa (Ágúst Guðmundsson 1986d), þannig að samanlögð vídd eldstöðvakerfa á skaganum er ef til vill ekki fullkominn mælikvarði á breidd þess svæðis sem verður fyrir togstreitu. Frávikin eru þó varla veru- leg, og 6. mynd sýnir að þegar breidd- in er orðin yfir 30 km þá hefur frekari aukning á breidd lítil áhrif á gostíðni. Þrátt fyrir þessa varnagla, verður að telja að líkanið gefi allgóða mynd af gostíðni á Reykjanesskaga á nútíma. Loks skal vikið að eldstöðvum sem gjósa mjög oft, þ.e. á nokkurra ára eða áratuga fresti í stuttan tíma. Á plötuskilum eru Grímsvötn gott dæmi um slíka eldstöð. Síðan um 1600 virð- ast hafa orðið a.m.k. 7-11 gos á öld í þessari eldstöð, en fyrir þann tíma virðast gos hafa verið mun færri, ef 49

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.