Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 56
6. mynd. Skammtíma gostíðni, sýnd sem fjöldi gosa á öld, og samband hennar við breidd þess svæðis sem verður fyrir togstreitu við gliðnun á plötuskilum hér á landi. Töluleg gildi og tákn þau sömu og á 5. mynd, en hér er gengið út frá því að allir gangar nái yfirborði sem gosgangar. Short-tenn extrusion frequency (skammtíma gostíðni) at the plate boundary in lceland. Here it is assumed that every dike attains to the surface as a feeder. Numerical values are the same as iti Fig. 5 above. marka má heimildir (Ari Trausti Guð- mundsson 1986). Grímsvötn hafa að öllum líkindum grunnstætt kvikuhólf (Helgi Björnsson o. fl. 1982), og því Iiggur beinast við að skýra a.m.k. hluta af hárri gostíðni Grímsvatna síð- ustu fjórar aldirnar með því að grunn- stæða hólfið yfirfyllist mörgum sinn- um, líkt og rætt var að framan um Kröflu; og að allir eða flestir gangar á því tímabili hafi náð yfirborði sem gosgangar. En jafnframt verður að gera ráð fyrir að kvikuflóð verði oftar úr þrónni undir Grímsvatnahólfinu en öðrum þróm á plötuskilum hér á landi. Há tíðni kvikuflóða úr Gríms- vatnaþrónni kann að stafa af því að kvikustreymi inn í hana sé óvenju mikið eða hún sé ílengri lóðrétt en aðrar þrær á plötuskilum. Pegar fjöll eins og Hekla eiga í hlut, þar sem grunnstætt hólf virðist ekki til staðar (Einar Kjartansson og Karl Grönvold 1983), er líklegt að há gos- tíðni tengist því að þróin sé ílöng lóð- rétt og að gosgangurinn, a.m.k. næst þrónni, nái ekki að storkna milli gosa. Pá virkar gangurinn sem hluti af þrónni þannig að mögnun togspennu verður meiri og gostíðnin því hærri en ella. Hekla er þó ekki á hinum eig- inlegu plötuskilum og því á líkanið að svo komnu máli ekki eins vel við hana eins og við Grímsvötn. Verður að telja líklegt að yfirþrýstingur kviku í þrónni undir Heklu, og öðrum eld- 50

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.