Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 6
2. mynd. Leiðangursmenn á Lambatungnajökli hinn 5. okt. 1985 á leið úr Skyndidal. Jarðbiksfundarstaðurinn er merktur með ör. Members of the expedition on Oct. 5, 1985 on the way back from Skyndidalur. The asphalt locality is indicated with an arrow. (Ljósm. photo Guðmundur O. Friðleifsson). meginjöklinum niður á jökulársand- ana framanvið Lambatungnajökul, er tertíer að aldri, 3-6 milljón ára gamall. Megineldstöðvarnar í Kollumúla og Geitafelli setja svip sinn á tertíera bergið, því marglitt líparít úr báðum prýðir fjailasýn hvert sem litið er, ásamt mörg hundruð metra þykkum syrpum úr dökkum basaltlögum, millilögum og grænleitu móbergi. Jarðlagahalli er víða mikill, allt upp í 30-40° til norðvesturs. Mergð berg- ganga og lítilla innskota af ýmsu tagi er á svæðinu öllu. Báðar eldstöðvarn- ar eru rofnar djúpt niður og má þar sjá stóra innskotshleifa úr gabbró og granófýr. Auk stóru mislægjanna sem þegar er getið, milli kvarteru og tertí- eru bergmyndananna, sjást nokkur smærri mislægi innan tertíera jarð- lagastaflans sjálfs. Er þar bæði um hallamislægi að ræða, og svo greini- lega roffleti, sem ásamt jökulbergi sýnir, að staðbundnir jöklar voru til staðar fyrir u.þ.b. 5 milljónum ára, eða 2 milljónum ára áður en hin eig- inlega ísöld er talin hefjast á íslandi. Rofmislægi ofan á móbergi sést m.a. rétt neðan við fundarstað jarðbiksins neðst í Lambatungnatindi. LAMBATUNGNATINDUR Hér skal vikið nánar að næsta um- hverfi fundarstaðarins neðst í Lamba- tungnatindi. Velta má því fyrir sér, hvort eitthvað í umhverfinu skýri jarð- biksfundinn öðru fremur. Fundarstað- urinn er við jökulsporð (2. mynd) og má heita að hann sé nýkominn undan jökli. Á 3. mynd er sýnd hopunarsaga Lambatungnajökuls frá 1945 til 1982, ásamt fundarstað jarðbiksins, og má glögglega sjá að staðurinn var undir jökli árið 1945. Eftir að jökullinn hop- ar standa brattir bergveggir berskjald- aðir og hrun úr þeim er í fyrstu tíðara en gengur og gerist í fjalllendi. Veðr- un, hvort heldur er af völdum sól- 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.