Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 15
Tafla 3. Efnagreiningar á tveimur jarðbikssýnum frá Lambatungnatindi, gerðar með „krómatógrafískri" aðferð. Tölur eru í prósentum. NSO-sambönd merkir kolvetni er innihalda nitur (N), brennistein (S) og súrefni (O). The results (%) of liquid-solid chromatography of two asphalt samples from Lambatungnatindur. Analyses by K.A. Kvenvolden, U.S. Geological Survey. Alífatísk kolvetni Arómatísk kolvetni NSO- sambönd Afgangur NI 10845 10 42 20 28 NI 10874 13 46 16 25 voru gerðar á tveimur jarðbikssýnum frá Lambatungnatindi. Gerði þær Dr. K.A. Kvenvolden, en hann er olíu- jarðfræðingur hjá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna (bréfl. uppl. 1985). í Töflu 3 er sýnt hlutfallslegt magn alífatískra og arómatískra kolvatns- efna, og NSO-sambanda (nitur-, brennisteins- og súrefnissambanda). Jarðbikssýnin tvö eru mjög svipuð. Lágt hlutfall alífatískra kolvatnsefna bendir til að upphitun setlaga sem olí- an er upprunnin úr, hafi verið skamm- vinn (sbr. Kvenvolden og fl. 1986). Magndreifing alífatískra kolvetna í jarðbiki (NI 10874) er sýnd í mynd 7A. Línuritið er teiknað eins og það kemur úr gasgreini, en útslagið (hæð toppa) gefur til kynna hlutfallslegt magn hinna ýmsu kolvetna. Kvarði lá- rétta ássins er tími, það tekur um 50 mínútur að greina sýnið. Hér er um að ræða svokallaða n-alkana og tölur tákna fjölda kolefnisfrumeinda í hverju efnasambandi. Dreifing n-alk- ana eins og sést í 7. mynd A er algeng í jarðolíu frá ýmsum stöðum á jörð- inni. Ísóprenóíðu kolvetnin pristan og phytan eru til staðar, en þau sýna að jarðbikið á sér lífrænan uppruna. Hægra megin í línuritinu sést að sam- bönd, þar sem fjöldi kolefnisfrum- einda er oddatala (23, 25 og 27), eru í meira magni en þau sambönd þar sem um jafna tölu er að ræða. Þetta er ein- kenni á jarðolíu sem er upprunnin í lífrænu seti sem myndast hefur á þurru landi. Magndreifing aróma- tískra kolvetna í sama jarðbikssýni (NI 10874) er sýnd í mynd 7B. Nokk- ur helstu samböndin eru nafngreind. Phenathren hefur t.d. samsetninguna C14H10, en benzperylen C22H12. Þessi magndreifing arómatískra kolvetna er algeng í jarðolíu frá ýmsum stöðum. Því má bæta við hér, að magn brenni- steins var mælt í einu jarðbikssýninu (NI 10845), það reyndist vera 0,9 % af þyngd (Níels Óskarsson, bréfl. uppl. 1986). Þetta er tiltölulega hátt hlutfall, og samkvæmt Tissot og Welte (1984) er hátt magn brennisteins eitt einkenna á jarðolíu sem myndast á litlu dýpi í jarðskorpunni, þ.e. innan við u.þ.b. 1500 m dýpi. Niðurstöður þessara rannsókna á jarðbikssýnunum eru þær, að hér sé um dæmigerða jarðolíu að ræða, sem myndast hefur úr lífrænu efni, sem óx og settist til á þurru landi. Líklegast er að þessi jarðolía hafi myndast við skammvinna upphitun setlaga á til- tölulega litlu dýpi í jarðskorpunni. UPPRUNI JARÐBIKSINS Þegar Helgi Bragason og Björn Ingvarsson voru á ferð í Lambatung- um 1. sept. 1985 fengu þeir þá hug- 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.