Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 15
Tafla 3. Efnagreiningar á tveimur jarðbikssýnum frá Lambatungnatindi, gerðar með
„krómatógrafískri" aðferð. Tölur eru í prósentum. NSO-sambönd merkir kolvetni er
innihalda nitur (N), brennistein (S) og súrefni (O). The results (%) of liquid-solid
chromatography of two asphalt samples from Lambatungnatindur. Analyses by K.A.
Kvenvolden, U.S. Geological Survey.
Alífatísk kolvetni Arómatísk kolvetni NSO- sambönd Afgangur
NI 10845 10 42 20 28
NI 10874 13 46 16 25
voru gerðar á tveimur jarðbikssýnum
frá Lambatungnatindi. Gerði þær Dr.
K.A. Kvenvolden, en hann er olíu-
jarðfræðingur hjá Jarðfræðistofnun
Bandaríkjanna (bréfl. uppl. 1985). í
Töflu 3 er sýnt hlutfallslegt magn
alífatískra og arómatískra kolvatns-
efna, og NSO-sambanda (nitur-,
brennisteins- og súrefnissambanda).
Jarðbikssýnin tvö eru mjög svipuð.
Lágt hlutfall alífatískra kolvatnsefna
bendir til að upphitun setlaga sem olí-
an er upprunnin úr, hafi verið skamm-
vinn (sbr. Kvenvolden og fl. 1986).
Magndreifing alífatískra kolvetna í
jarðbiki (NI 10874) er sýnd í mynd
7A. Línuritið er teiknað eins og það
kemur úr gasgreini, en útslagið (hæð
toppa) gefur til kynna hlutfallslegt
magn hinna ýmsu kolvetna. Kvarði lá-
rétta ássins er tími, það tekur um 50
mínútur að greina sýnið. Hér er um
að ræða svokallaða n-alkana og tölur
tákna fjölda kolefnisfrumeinda í
hverju efnasambandi. Dreifing n-alk-
ana eins og sést í 7. mynd A er algeng
í jarðolíu frá ýmsum stöðum á jörð-
inni. Ísóprenóíðu kolvetnin pristan og
phytan eru til staðar, en þau sýna að
jarðbikið á sér lífrænan uppruna.
Hægra megin í línuritinu sést að sam-
bönd, þar sem fjöldi kolefnisfrum-
einda er oddatala (23, 25 og 27), eru í
meira magni en þau sambönd þar sem
um jafna tölu er að ræða. Þetta er ein-
kenni á jarðolíu sem er upprunnin í
lífrænu seti sem myndast hefur á
þurru landi. Magndreifing aróma-
tískra kolvetna í sama jarðbikssýni
(NI 10874) er sýnd í mynd 7B. Nokk-
ur helstu samböndin eru nafngreind.
Phenathren hefur t.d. samsetninguna
C14H10, en benzperylen C22H12. Þessi
magndreifing arómatískra kolvetna er
algeng í jarðolíu frá ýmsum stöðum.
Því má bæta við hér, að magn brenni-
steins var mælt í einu jarðbikssýninu
(NI 10845), það reyndist vera 0,9 %
af þyngd (Níels Óskarsson, bréfl.
uppl. 1986). Þetta er tiltölulega hátt
hlutfall, og samkvæmt Tissot og Welte
(1984) er hátt magn brennisteins eitt
einkenna á jarðolíu sem myndast á
litlu dýpi í jarðskorpunni, þ.e. innan
við u.þ.b. 1500 m dýpi.
Niðurstöður þessara rannsókna á
jarðbikssýnunum eru þær, að hér sé
um dæmigerða jarðolíu að ræða, sem
myndast hefur úr lífrænu efni, sem óx
og settist til á þurru landi. Líklegast er
að þessi jarðolía hafi myndast við
skammvinna upphitun setlaga á til-
tölulega litlu dýpi í jarðskorpunni.
UPPRUNI JARÐBIKSINS
Þegar Helgi Bragason og Björn
Ingvarsson voru á ferð í Lambatung-
um 1. sept. 1985 fengu þeir þá hug-
181