Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 23
Leifur A. Símonarson Fyrstu landspendýraleifarnar úr íslenskum tertíerlögum INNGANGUR í ágústmánuði 1980 var Grétar Jónsson frá Einarsstöðum í Vopna- firði á ferð um Þuríðarárgil, en það skerst inn í Bustarfell í Hofsárdal gegnt Einarsstöðum (1. mynd). Ofar- lega í gilinu tók hann eftir ljósgráum ilyksum í rauðleitum siltsteini á milli blágrýtislaga. Við nánari athugun fannst honum þær líkjast beinaleifum og því losaði hann þær úr berginu og tók með sér og sýndi Bessa Aðal- steinssyni jarðfræðingi, en hann kom þeim til höfundar þessa greinarkorns. Rauðu millilögin, en svo eru þessi rauðleitu setlög á milli blágrýtislaga oft nefnd, eru mynduð á landi á tertí- ertímabili og að mestu gerð úr gos- ösku og yfirborðsgjalli hrauna. Sums staðar má finna í lögunum kolaðar plöntuleifar, aðallega barrnálar og stöngla, en greinileg blaðför hafa að- eins fundist í þeim fyrir ofan Ketils- eyri í Dýrafirði. Það voru sovéskir jarðfræðingar, sem fundu þessar leifar fyrir rúmum áratug, en ekkert hefur verið birt um þær ennþá. Þessi rauðu lög eru efnafræðilega séð gerð úr sömu efnum og blágrýtið, en um 10- 20% setsins er þrígilt járnoxíð, sem litar lögin rauð, og hefur að mestu leyti myndast á staðnum við ummynd- un á tvígildu járnoxíði. Einnig hefur myndast talsvert af leir í þeim. Þrátt fyrir það að hér á landi var mun hlýrra loftslag á meðan rauðu millilögin voru að myndast en nú er, náði efnaveðr- unin ekki að vinna á hraununum, nema í einstaka tilfellum. Það var fyrst og fremst gosaska og gjall sem ummyndaðist. Rauðu lögin hafa á stundum verið borin saman við laterít, þykk rauð- eða gulleit leirlög, sem myndast við efnaveðrun í hitabeltis- og heittempruðum löndum (Roaldset 1983). Ein gerð lateríts er báxít í súr- um jarðvegi, sem fátt þrífst í annað en regnskógar. Lítið er um völuberg og ummerki vatnsrofs í íslensku blágrýtismyndun- inni og líklega hafa jarðlögin verið gropin og regnvatn því hripað fljótt í gegnum þau (Þorleifur Einarsson 1968). Ástæðan fyrir því að plöntuleif- ar eru jafn sjaldgæfar í rauðu millilög- unum og raun ber vitni gæti því verið sú að lögin séu að mestu leyti mynduð úr súrum jarðvegi, sem gróður þreifst illa í. Þá má einnig gera ráð fyrir því að sum lögin séu mynduð úr fínkorn- óttri gosösku, sem fauk til og settist fyrir á grónu landi eða í mýrum, þó að setform, sem einkenna fokmyndanir, hafi ekki fundist í þeim (Leó Kristj- ánsson 1973, Roaldset 1983). Einnig má vera að þær efnabreytingar, sem valda rauða litnum, hafi örvast af hit- anum frá hraunkvikunni, sem rann út Náttúrufræðingurinn 59 (4), bls. 189-195, 1990. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.