Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 23
Leifur A. Símonarson Fyrstu landspendýraleifarnar úr íslenskum tertíerlögum INNGANGUR í ágústmánuði 1980 var Grétar Jónsson frá Einarsstöðum í Vopna- firði á ferð um Þuríðarárgil, en það skerst inn í Bustarfell í Hofsárdal gegnt Einarsstöðum (1. mynd). Ofar- lega í gilinu tók hann eftir ljósgráum ilyksum í rauðleitum siltsteini á milli blágrýtislaga. Við nánari athugun fannst honum þær líkjast beinaleifum og því losaði hann þær úr berginu og tók með sér og sýndi Bessa Aðal- steinssyni jarðfræðingi, en hann kom þeim til höfundar þessa greinarkorns. Rauðu millilögin, en svo eru þessi rauðleitu setlög á milli blágrýtislaga oft nefnd, eru mynduð á landi á tertí- ertímabili og að mestu gerð úr gos- ösku og yfirborðsgjalli hrauna. Sums staðar má finna í lögunum kolaðar plöntuleifar, aðallega barrnálar og stöngla, en greinileg blaðför hafa að- eins fundist í þeim fyrir ofan Ketils- eyri í Dýrafirði. Það voru sovéskir jarðfræðingar, sem fundu þessar leifar fyrir rúmum áratug, en ekkert hefur verið birt um þær ennþá. Þessi rauðu lög eru efnafræðilega séð gerð úr sömu efnum og blágrýtið, en um 10- 20% setsins er þrígilt járnoxíð, sem litar lögin rauð, og hefur að mestu leyti myndast á staðnum við ummynd- un á tvígildu járnoxíði. Einnig hefur myndast talsvert af leir í þeim. Þrátt fyrir það að hér á landi var mun hlýrra loftslag á meðan rauðu millilögin voru að myndast en nú er, náði efnaveðr- unin ekki að vinna á hraununum, nema í einstaka tilfellum. Það var fyrst og fremst gosaska og gjall sem ummyndaðist. Rauðu lögin hafa á stundum verið borin saman við laterít, þykk rauð- eða gulleit leirlög, sem myndast við efnaveðrun í hitabeltis- og heittempruðum löndum (Roaldset 1983). Ein gerð lateríts er báxít í súr- um jarðvegi, sem fátt þrífst í annað en regnskógar. Lítið er um völuberg og ummerki vatnsrofs í íslensku blágrýtismyndun- inni og líklega hafa jarðlögin verið gropin og regnvatn því hripað fljótt í gegnum þau (Þorleifur Einarsson 1968). Ástæðan fyrir því að plöntuleif- ar eru jafn sjaldgæfar í rauðu millilög- unum og raun ber vitni gæti því verið sú að lögin séu að mestu leyti mynduð úr súrum jarðvegi, sem gróður þreifst illa í. Þá má einnig gera ráð fyrir því að sum lögin séu mynduð úr fínkorn- óttri gosösku, sem fauk til og settist fyrir á grónu landi eða í mýrum, þó að setform, sem einkenna fokmyndanir, hafi ekki fundist í þeim (Leó Kristj- ánsson 1973, Roaldset 1983). Einnig má vera að þær efnabreytingar, sem valda rauða litnum, hafi örvast af hit- anum frá hraunkvikunni, sem rann út Náttúrufræðingurinn 59 (4), bls. 189-195, 1990. 189

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.