Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 27
///////i/i|ini|n iiji O 2£ 1 2 4 4. mynd. Næststærsta beinið (með hlula af hnútu?) og moli úr siltsteininum, sem beinin fundust í. The second largest bone and a fragment of the fossil-bearing siltstone. Ljósm. photo Bessi Aðalsteinsson. greinilega lagskiptur, en um miðbik hans fundust lífveruleifarnar, sem hér verður lýst á eftir. Á honum hvílir 4 m þykkt blágrýtislag, mjög blöðrótt efst og neðst. Lagið er alldökkt, smávegis dílótt og reyndist rétt segulmagnað. Allt er það meira og minna sprungið í stuðla og með gjallkarga efst. Ofan á þessu lagi er um það bil 2 m þykk syrpa úr siltsteini og er hún rauðleit efst og neðst, en brúngrá þar á milli. Siltsteinninn er allgreinilega lagskipt- ur, en engir steingervingar fundust í honum. Um það bil 5 m þykkt smádíl- ótt blágrýtislag, rétt segulmagnað og greinilega smástuðlað neðst, hvílir á siltsteininum, en síðan taka við mis- þykk blágrýtislög aðskilin af þunnum millilögum alveg upp á fjallsbrún. LEIFARNAR ÚR ÞURÍÐARÁRGILI Leifarnar úr siltsteininum í Þuríðar- árgili eru aðeins fáeinir smábútar (3. og 4. mynd). Erfitt er að segja ná- kvæmlega til um upprunalega lögun þeirra því að þeir eru allir með brot- fleti á báðum endum og þar að auki hefur flysjast úr þeim flestöllum á langveginn. Stærsta brotið er 3,3 cm langt og 2,5 cm breitt, frekar flatt, en þó mótar fyrir langkili öðru megin. Það er veifulaga og þykkara í mjórri endann, en kvarnast hefur utan úr annarri langhliðinni svo að uppruna- leg lögun er ekki alveg ljós. Næst- stærsta brotið er 2,6 cm langt og 1,8 cm breitt í breiðari endann og er eins og marki þar fyrir liðkúlu (hnútu), en 193

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.