Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 30
HRINURNAR í LANDREKINU VIÐ KRÖFLU Líta má svo á aö landrekshrinan, sem staðið hefur yfir á Kröflusprungu- sVeimnum að undanförnu, hafi staðið saman af mörgum smærri hrinum, þar sem ákveðnir atburðir endurtóku sig. Hverri stakri hrinu má skipta í tvö megin- skeið. Fyrst er tiltölulega langt skeið hægfara aðdraganda, á meðan kvika safn- ast fyrir á litlu dýpi, jarðskorpan umhverfis hana þenst út og spenna í jarð- lögunum fer vaxandi. Síðan er stutt skeið hraðrar atburðarásar, sem hefst þegar bergspennan verður meiri en svarar brotstyrk jarðskorpunnar. Þá brestur eða rifnar jarðskorpan og kvikan berst inn í sprungurnar sem myndast. Á yfirborð- inu einkennast þessi stuttu skeið öðru fremur af sprungumyndun (misgengjum og gjám), og eldgosum. Þó eldgos hafi ekki orðið í hverri hrinu, þá hefur kvika verið á tiltölulega hraðri ferð um efstu lög jarðskorpunnar í þeim öllum. Með- fylgjandi mynd var tekin í gosinu hinn l9.okt. 1980 og má vel sjá hin miklu umbrot sem því voru samfara á misgengjastöllunum í forgrunni. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (4), bls. 196, 1990. 196

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.