Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 30
HRINURNAR í LANDREKINU VIÐ KRÖFLU Líta má svo á aö landrekshrinan, sem staðið hefur yfir á Kröflusprungu- sVeimnum að undanförnu, hafi staðið saman af mörgum smærri hrinum, þar sem ákveðnir atburðir endurtóku sig. Hverri stakri hrinu má skipta í tvö megin- skeið. Fyrst er tiltölulega langt skeið hægfara aðdraganda, á meðan kvika safn- ast fyrir á litlu dýpi, jarðskorpan umhverfis hana þenst út og spenna í jarð- lögunum fer vaxandi. Síðan er stutt skeið hraðrar atburðarásar, sem hefst þegar bergspennan verður meiri en svarar brotstyrk jarðskorpunnar. Þá brestur eða rifnar jarðskorpan og kvikan berst inn í sprungurnar sem myndast. Á yfirborð- inu einkennast þessi stuttu skeið öðru fremur af sprungumyndun (misgengjum og gjám), og eldgosum. Þó eldgos hafi ekki orðið í hverri hrinu, þá hefur kvika verið á tiltölulega hraðri ferð um efstu lög jarðskorpunnar í þeim öllum. Með- fylgjandi mynd var tekin í gosinu hinn l9.okt. 1980 og má vel sjá hin miklu umbrot sem því voru samfara á misgengjastöllunum í forgrunni. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (4), bls. 196, 1990. 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.