Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 38
15. mynd. Séð upp eftir einu af
giljum þeim í Sakura-jima þar
sem rofstjórnarbúnaði (sabo) he-
fur verið komið fyrir. I þessu til-
viki er um að ræða steypt gólf í
farveginum svo vatnið geti ekki
grafið sig niður og losað um jarð-
veginn. Erosion control in one of
the stream channels on tlie slopes
of Sakura-jima. Ljósm. photo
Páll Imsland.
veginn. Lokafarvegurinn er í flestum
tilfellum flatlendiskafli árinnar eftir
að hún er hætt að safna í sig hliðarám.
Þar er hætta á því að farvegurinn yfir-
fyllist og því hefur hann víða verið
grafinn upp, dýpkaður og breikkaður
til þess að hann geti flutt meira fram
til sjávar á stuttum tíma, því hlaupin
koma snöggt og fara hratt. Til þess að
framburðurinn hindri ekki rennsli
næsta hlaups þá þarf gjarnan að
hreinsa lokafarveginn eftir hvert
hlaup. Einnig þarf að opna leiðina út
til sjávarins vel. Því má þarna sjá sér-
hannaðar jarðýtur ösla um í sjónum
úti fyrir árkjöftunum og krana og
gröfur hagræða efninu sem fram hefur
borist og búa þannig í haginn fyrir
næsta hlaup.
Nojiri-áin rennur í gegn um eitt
stærsta þorpið á Sakura-jima. Hún er
eitt mesta skaðræðið í þessu sam-
bandi. í henni hafa verið byggðar 14
stíflur og uppistöður. í henni eru 1,3
km langir skurðir og samtals 360 m
Iangir stýrigarðar. Hún er 5,9 km löng
en vatnasvið hennar er einungis 2,73
km2. Meðaltalshalli í farvegi hennar
er 1:5,4. í hana koma að meðaltali 21
hlaup á ári. Til þess að koma eðju-
hlaupi af stað þarf að rigna meira en 5
mm á 10 mínútum. Straumhraðinn í
hlaupi í henni 3. júlí 1981 mældist 20
m/sek eða 72 km/klst. Hlaupið er þá
aðeins um 5 mínútur frá toppi fjallsins
og út í sjó. Heildarrúmmál efnis sem
hún ber fram í hlaupum getur farið
upp í 300.000 m3 en mun vera nálægt
204