Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 48
GLIÐNUN UNDIR GLÓANDI HRAUNI Fyrsta Kröflugosið, 20. des. 1975, í landrekshrinunni, sem staðið hefur yfir í Þingeyjarsýslum síðan 1975, stóð mjög stutt, það byrjaði einhvern tíma á milli kl. 10 og 11, en hraunrennsli hófst kl. 11.08 og stóð í u.þ.b. 15 mín. Eftir það gaus gufu, vatni og leðju fram til kvölds. Gosið var á 2 km langri slitróttri sprungu. Hraunið þakti um 0,036 km2 og var um 300.000 m3. A meðfylgjandi mynd má glöggt sjá að gliðnun og rifnun jarðskorpunnar í sjálfu yfirborðinu hélt áfram á meðan á gosinu stóð og eftir að því lauk. Myndin er tekin strax eftir gosið á hraununum rétt norðan við Hóf. Hún sýnir að þegar sprungan opnaðist undir hrauninu var yfirborð hraunflákans storknað en ekki fullstíft, en undir yfirborðinu var ennþá glóandi kvika, sem dróst ofan í sprung- una þegar hún opnaðist. Ljósm. Ævar Jóhannesson. Páll Imsland. Náttúrufræðingurinn 59 (4), bls. 214, 1990. 214

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.