Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 25
5. mynd. Sýnataka við brú á Köldukvísl, 56 km norðaustan Heklu. Vilbergur Krist-
insson grefur sýnatökugryfju í hjarnið, 13. mars 1991. Sampling teplira at Kaldakvísl
bridge, 56 km northeast of Hekla. Mynd photo Elsa G. Vilmundardóttir.
bræða þau kynstur af snjó sem fylgdu
gjóskunni í koppum og kirnum og
jafnvel fiskikössum en að ná í sjálf
sýnin.
Þrjú þversnið voru tekin gegnum
gjóskugeirann norðaustan Heklu, eitt
eftir Landmannaleið í um 12 km fjar-
lægð frá Heklutindi, annað frá Hafi
norðaustan Búrfells að Sigöldu og það
þriðja frá Sandafelli að suðurenda
Þórisvatns. Þau síðarnefndu liggja
raunar skáhallt á stefnu gjóskugeirans
eftir vegum og stíflugörðum og eru
næst Heklu vestast í gjóskugeiranum,
í um 20 og 24 km fjarlægð. Segja má
að allgóðar upplýsingar séu til um
gjóskulagið í 10-30 km fjarlægö l'rá
upptökum. Allar mælingar á þessu
svæði voru gerðar innan mánaðar frá
gosbyrjun og í nær öllum tilfellum var
hægt að finna gjóskulagið óhreyft frá
því að það féll (4. mynd).
Einnig voru tvö langsnið tekin eftir
gjóskugeiranum, annað frá Sigöldu að
Hreysiskvísl, en það liggur austan við
miðju hans, og hitt frá Skúmstungum
að Bjarnalækjarbotnum norðan Dals-
ár, nálægt miðju gjóskugeirans. Þetta
eru einu upplýsingarnar um gjósku-
lagið í 30-90 km fjarlægð frá upptök-
um. Mælingarnar voru gerðar á fimm
mánaða tímabili og þegar á leið var
ekki alltaf hægt að velja úr heppileg-
um sýnatökustöðum (5. mynd). Þegar
snjóa var að leysa bráðnaði ofan af
gjóskunni á köflum og sums staðar sá-
ust þess merki að hún hafði fokið til
og safnast í skára, e.t.v. með snjó
strax og hún féll eða í skafrenningi
fyrstu gosdagana, enda eru flest korn-
in innan við einn millimetra í þver-
mál. Á einurn stað var athugað hvað
miklu munaði á magni þar sem hún
var þykkust í skáranum og þynnst
167