Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 69
NIÐURLAG
Ránfuglum má skipta í tvo hópa
með tilliti til hvernig þeir haga ferðum
sínum um fartímann. I öðrum hópn-
um eru stórir fuglar með langa, breiða
og snubbótta vængi, t.d. ernir, gamm-
ar og vákar. Þessir ránfuglar nýta sér
uppstreymi og ferðast að mestu yfir
landi, en ef þeir þurfa að fara yfir höf
fara þeir stystu leið, t.d. yfir þröng
sund. í hinum hópnum eru litlir og
meðalstórir ránfuglar með langa og
mjóa vængi, t.d. gjóðar, fálkar og
heiðar. Þessir fuglar nýta sér ekki
uppstreymi og fara jafnt yfir höf og
lönd. Haukar (Accipiter) fara bil
beggja, þeir nýta sér gjarnan upp-
streymi en ferðast einnig óhikað yfir
höf (Newton 1979). Það er fróðlegt að
skipta íslenskum flækingsránfuglum í
hópa með tilliti til ferðamáta þeirra
um fartímann. Þeir ránfuglar sem
ferðast óhindrað yfir höf og lönd eru
tíðastir hér, með 9 tegundir (60%) og
92 fundi (84%). Af hinum, sem
ógjarnan ferðast yfir höf, eru 5 teg-
undir og 18 fundir. Hlutfall þessara
tveggja ránfuglahópa er þó mun jafn-
ara í fuglafánu þeirra svæða þar sem
uppruna þessara flækinga er að leita,
það er í Evrópu og Norður-Ameríku.
Vegna legu sinnar er ísland því óað-
gengilegt fyrir margar tegundir rán-
fugla sem búa í næsta nágrenni við
okkur.
Er hugsanlegt að einhverjar þessara
tegunda eigi eftir að nema land á Is-
landi? Til að slíkt megi gerast verða
fuglarnir að koma hingað á réttum
tíma árs, vera nógu margir og finna
kjörlendi og fæðu við sitt hæfi. Af
þessum 14 tegundum ættu að minnsta
kosti þrjár eða fjórar að geta lifað hér,
það er bláheiðir, gjóður, turnfálki og
förufálki. Furðu vekur hve förufálk-
inn er sjaldséður á Islandi, þar sem
aðeins eru um 500 km til næstu varp-
stöðva á Austur-Grænlandi og öll skil-
yrði hér hin ákjósanlegustu fyrir hann.
Fyrir 1940 voru aðeins tvær af þess-
um 14 tegundum þekktar hér á landi
(turnfálki, eitt tilvik, og gjóður, tvö
tilvik). Eftir 1940 varð veruleg aukn-
ing og sjö fundir eru frá 1940-1949.
Þetta jókst hægt og bítandi næstu ára-
tugi og 18 fundir eru frá 1970-79, en
þá verða rnikil umskipti og 56 fundir
eru kunnir áratuginn 1980-89 (8.
mynd). Við teljum ólíklegt að þessi
mikla aukning stafi af tíðari komum
þessara ránfugla til íslands, frekar að
þetta endurspegli aukinn áhuga al-
mennings á fuglaskoðun.
ÞAKKIR
Eftirtaldir aðilar lásu ritgerðina yfir í
handriti og færðu margt til betri vegar:
Arnþór Garðarsson, Gunnlaugur Péturs-
son, Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
Unnur Egilsdóttir og Ævar Petersen.
HEIMILDIR
Anonymus 1989. Smyrill í sjálfsmorðshug-
leiðingum á Húsavík. Víkurblaðið 11.
árg. 37. tölubl. Bls. 8.
Barclay, J.H. 1988. Peregrine restoration
in the Eastern United States. I Pereg-
rine Falcon Populations, their manage-
ment and recovery (ritstj. T.J. Cade,
J.H. Enderson, C.G. Thelander &
C.M. White ). The Peregrine Fund,
Inc., Boise. 549-558.
Benedikt Gröndal 1895. íslenskt fuglatal.
Skýrsla um hið íslenska náttúrufrœðis-
félag, félagsárin 1894-1895. 17-71.
Bjarni Sæmundsson 1905. Fágæt dýr ný á
safninu. Skýrsla urn hið íslenska nátt-
úrufrœðisfélag, félagsárin 1903-1904 og
1904-1905. 22-27.
Bjarni Sæmundsson 1933a. Fáséðir fuglar.
Náttúrufrœðingurinn 3. 164-165.
Bjarni Sæmundsson 1933b. Nýjungar úr
dýraríki Islands. Skýrsla um hið ís-
lenska náttúrufrœðisfélag, félagsárin
1931-1932. 32-34.
Bjarni Sæmundsson 1936. Fuglarnir.
211