Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 53
Ólafur Karl Nielsen og Hálfdán Björnsson
s
Flækingsfuglar á Islandi:
Ránfuglar*
INNGANGUR
Til ættbálksins Falconiformes eða
ránfugla teljast um 270 tegundir. Rán-
fuglum er skipt í fimm ættir, það er
hrævaætt (Cathartidae), haukaætt
(Accipitridae), fálkaætt (Falconidae),
skrifaraætt (Sagittariidae) og gjóðaætt
(Pandionidae) (Wetmore 1960). Menn
hafa lengi deilt um þessa flokkunar-
fræði og þau viðhorf eru nú ríkj-
andi að hér sé um að ræða að minnsta
kosti þrjár óskyldar þróunarlínur,
það er fálkar (Falconida), haukar
(Accipitrida; þar með taldar ættir
hauka, skrifara og gjóða) og hrævar
(Cathartinae), sem eru í raun storka-
ættar (Ciconiidae) (Sibley 1991, Sibley
o.fl. 1988).
Sameiginleg einkenni ránfugla eru
hvassar klær og krókbogið sterklegt
nef. Fætur þeirra eru sérstaklega að-
lagaðir til að hremma og drepa bráð.
Þeir hafa fjórar tær, þrjár framtær og
afturtá sem grípur á móti framtánum.
Flestir ránfuglar cru á ferli í dagsbirtu
og veiða sér til matar, sumir lifa þó
eingöngu á hræjum. Þeir eru góðir
flugfuglar og sjónskyn þeirra er annál-
að (White 1978).
* Flækingsfuglar á íslandi: 8. grein: Nátt-
úrufræðistofnun íslands.
Þrjár tegundir ránfugla verpa á ís-
landi, haförn (Haliaeetus albicilld),
fálki (Falco rusticolus) og smyrill
(Falco columbarius). íslenskir fálkar
eru gráir en mörg litarafbrigði eru til
af tegundinni. Hvítir fálkar (F.r.
candicans) hafa hér vetursetu en ára-
skipti eru í fjölda þeirra. Þessir fuglar
koma sennilega frá Norðaustur-Græn-
landi og verður ekki fjallað nánar um
þá hér. íslenskir smyrlar eru flokkaðir
sem sérstök undirtegund, F.c. sub-
aesalon, og þekkjast frá öðrum smyrl-
um á stærð og lit (Salomonsen 1935).
Amerískur smyrill af undirtegundinni
F.c. columbarius hefur fundist á Is-
landi (Ævar Petersen, í undirbún-
ingi).
í þessari ritgerð er ætlunin að taka
fyrir þær 14 tegundir ránfugla sem
hafa flækst hingað til lands. Þessar
tegundir eru mistíðar; sumar hafa að-
eins sést hér einu sinni en turnfálki er
nær árviss. Fjallað verður sérstaklega
um hverja tegund, gerð grein fyrir út-
breiðslu og lifnaðarháttum, íslensku
tilvikin rakin (til og með 1980). Þar
sem ástæða er til verður rætt um
komutíma, líklegan uppruna og fleira.
Yngri athuganir (1981 og síðar) hafa
allar birst á prenti í skýrslum um
sjaldgæfa fugla og verður vísað til
þeirra (Gunnlaugur Pétursson og
Náttúrufræðingurinn 61 (3^1), bls. 195-215, 1992. 195