Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 45
2. tafla. Gos í Heklukerfinu eftir land-
nám. Volcanic eruptions in the Hekla
volcanic system during historical time.
Ár Gos í Heklu Gos í nágrenni Heklu
1104 X
1158 X
1206 X
1222 X
1300-01 X
1341 X
1389-90 X
1440 X
1510 X
1554 X
1597 X
1636 X
1693 X
1725 X
1766-68 X
1845-46 X
1878 X
1913 X
1947^8 X
1970 X
1980-81 X
1991 X
hlutarnir nái saman. Sama gildir um
gígaröðina sem myndaðist í gosinu
1554.
7. Innan öskjunnar kemur eingöngu
upp ísúr bergkvika (andesít og dasít)
en utan hennar nær eingöngu bas-
alt.
Móbergsmyndanirnar benda til að
eldvirkni hafi verið töluverð á Heklu-
svæðinu á síðasta jökulskeiði og því
skýtur skökku við að slíkar myndanir
finnast ekki í miðju eldstöðvarinnar.
Móbergsmyndanir utan við miðjuna
virðast hafa haft framhald í átt að
fjallinu en þær eru horfnar að undan-
skildum smáum spildum neðarlega í
og við Litlu-Heklu og í lághlíðinni
sunnan hennar. Þetta verður best
skýrt með öskjusigi á nútíma. Fjallið
hefur sigið saman og móbergsmynd-
anirnar innan öskjunnar liggja því
lægra en við mætti búast. Sú stað-
reynd að engin hraun finnast á Næfur-
holtsfjöllum bendir til að askja hafi
verið tekin að myndast í Heklu þegar
á ísöld. í hverri eldstöð geta verið
fleiri en ein askja, eins og t.d. í
Dyngjufjöllum og Kverkfjöllum, op
geta þær gripið hver inn í aðra. A
þessu stigi er ekki fullljóst hvernig
þessi þróun hefur verið í Heklu en
hugsanlegt er að askjan sé að stofni til
gömul og að þeir atburðir sem urðu
fyrir um 4500 árum séu aðeins einn
áfangi í þróun öskjunnar. Vel má vera
að þetta hafi gerst oftar á nútíma, t.d.
í kjölfar gossins sem myndaði öskulag-
ið H-3. Hugsanlegt er að sú Hekla
sem við nú þekkjum sé hliðstæða við
Vesúvíus á Italíu, þannig að hún hafi
vaxið upp af rústum eldra fjalls sem
féll saman.
Tvískiptu gossprungurnar austan
Heklu, sem áður er getið, eru utan
ætlaðrar öskju en stykkið á milli
sprunguhlutanna er innan hennar.
Venjuleg sprungugos verða því ein-
göngu utan öskjunnar. Basaltkvika
virðist ekki ná að brjóta sér leið upp
til yfirborðs innan öskjunnar. A um 8
km dýpi undir Heklu er talið vera
kvikuhólf (Einar Kjartansson og Karl
Grönvold 1983, Freysteinn Sigmunds-
son o.fl. 1992) en um stærð þess og
lögun er lítið vitað. Rannsóknir
Blakes o.fl. (1965) á rofnum, fornum
kvikuþróm benda til að súr og ísúr
kvika geti stöðvað uppstreymi basalt-
kviku. Ef gert er ráð fyrir að berg-
kvikan efst í hólfinu undir Heklu sé
ísúr eða súr, má leiða líkur að því að
hún stöðvi ferð basaltkvikunnar til
187