Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 97
11. mynd. Gosgangur yngra Þríhnúkahraunsins 15-20 cm breiður, séður neðan frá á um
170 m dýpi. Neðra borð gangsins virðist hafa endurbráðnað við feikna hita í gosrásun-
um. Sérstakt er að sjá gosgang á þennan hátt frá sjónarhorni þess í neðra. The feeder
dike of the younger Prílwúka lava 15-20 cm wide, seen from helow 170 m depth. The
lower edge of the dike seems to have remolten because of the tremendous heat within the
vents. It is a little strange to see a dike from the visual angle of “the one below”. Mynd
photo Árni B. Stefánsson.
dýpi, hefur sprungan sennilega
þrengst niður frá því sem hún er víð-
ust í upprunalegri mynd á 75 m dýpi.
Ef maður reynir þá að ímynda sér út
frá hugsanlegu rúmtaki gossprung-
unnar og hruni, aðallega úr suðaustur-
og norðvesturveggjum, hve djúpt
hraunbráðin hefur sokkið, þá er það
niður á um 300 m dýpi, hafi sprungan
verið 10 m að meðaltali á breidd.
Hugsanlega hefur sprungan þrengst
meir og bráðin sokkið lengra niður.
Ketillögun gímaldsins er til kornin
vegna hrunsins úr suðaustur- og norð-
vesturveggjum, sem eru langveggir
sprungunnar og upphaflega ílangt
þversnið verður þannig nánast hring-
laga.
Hraungangurinn, sem var aðfærslu-
æð gossins, sést á norðausturvegg
neðanfrá og upp að upprunalegu
hrauntungunni (11. mynd). Hann sést
áfram niður frá hrauntungunni á suð-
vesturveggnum og óslitið niður eftir
loftinu í suðvesturrásinni, í suðaustur-
kantinum á gosgrásinni á 175 m dýpi
og niður á 204 m dýpi. Alls sést hann
á um 180 m kafla, óslitinn, og er hann
15-20 cm þykkur alla þessa leið. Að-
alhraunrennslið hefur afmarkast á
tveim stöðum, í gosrásinni upp af 175 m
og í gígkatlinum og hefur sprungan
239