Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 17
Guðrún Larsen, Elsa G. Vilmundardóttir
og Barði Þorkelsson
Heklugosið 1991: Gjóskufallið og
gjóskulagið frá fyrsta
degi gossins
INNGANGUR
Fjórða gos Heklu á þessari öld hófst
um kl. 17 hinn 17. janúar 1991, réttum
10 árum og 5 mánuðum eftir að næsta
gos á undan, Heklugosið 1980-81,
byrjaði. Segja má að Heklukerfið hafi
verið óvenju virkt á þessari öld, því
auk fjögurra gosa í Heklu (1947-48,
1970,1980—81,1991) varð gos við rætur
hennar að austanverðu, við Munda-
fell, árið 1913. Einnig mun það eins-
dæmi að hún hafi gosið fjórum sinnum
á tæpum 50 árum eins og nú hefur
gerst.
Hekla og samnefnt eldstöðvakerfi
eru á mörkum eystra gosbeltis og Suð-
urlandsbrotabeltis (Sveinn Jakobsson
1979, Karl Grönvold o.fl. 1983). Fjall-
ið er hryggur, hlaðinn upp í eldgosum
á nútíma og að einhverju leyti á ísöld.
Fyrir Heklugosið 1947 reis hún hæst
1447 m y.s. en mun nú ná um 1500 m
y.s. Eftir fjallshryggnum liggur Heklu-
gjá, 5,5 km löng. í Heklugosunum
J 947—48 og 1980-81 opnuðust sprung-
ur eftir hryggnum endilöngum og auk
þess opnuðust sprungur í hlíðum
fjallsins í síðarnefnda gosinu (1.
mynd). í Heklugosinu 1970 opnuðust
hinsvegar eingöngu sprungur í hlíðum
fjallsins og við rætur þess (Sigurður
Fórarinsson 1968, 1970, Karl Grön-
vold o.fl. 1983). Heklugosið 1991 líkist
helst gosinu næst á undan hvað þetta
varðar þótt nú hafi sprungur aðallega
opnast í hlíðum Heklu og einungis eft-
ir hluta af hryggnum (1. mynd).
Flest Heklugos á sögulegum tíma
hafa verið blandgos. Gosefnin eru
bæði gjóska og hraun og auk þess
kvikugös og vatnsgufa. Gos hefst með
tiltölulega kröftugu þeytigosi af þeirri
gerð sem kallast plíníanskt, eftir
Rómverjanum Pljníusi yngra sem
fyrstur lýsti slíku þeytigosi árið 79.
Drifkrafturinn í plíníönsku þeytigosi
er fyrst og fremst þensla gass í kvik-
unni sjálfri, en vatn (snjór, ís) úr ná-
grenni gosrásarinnar hefur lítil eða
engin áhrif á goshegðunina. Fljótlega
eftir að gos hefst byrjar hraun að
renna og í fyrsta þætti gossins mynd-
ast bæði hraun og gjóska. Gjósku-
myndun er langmest fyrstu klukku-
stundir gossins, en eftir það fer að
draga úr henni og eftir fyrsta sólar-
hringinn eða svo berst lítið af gosefnum
frá fjallinu sem gjóska. Hraunrennsli
Náttúrufræðingurinn 61 (3-4), bls. 159-176, 1992. 159