Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 11
9. mynd. Gosmökkur upp úr aðalgígnum 24. febrúar. Gígkeilan er allt að hundrað metra há, en rúmmál hennar er lítið miðað við rúmmál hraunsins. Mynd Agúst Guðmundsson. gjóskufallið. Mikið gjóskufall veldur að öðru jöfnu meira tjóni á jörðum en Iítið. Að auki vex magn gosefna með lengd undanfarandi goshlés. Frá sjón- armiði byggðar í grennd við Heklu er æskilegra að hún gjósi oft, og þá litlu magni gosefna hverju sinni, en að hún gjósi sjaldan og miklu magni gosefna í hvert skipti. Nokkur fylgni er einnig milli lengd- ar goss og lengdar undanfarandi gos- hlés. Lengd goss, að undangengnu goshléi af tiltekinni lengd, er þó tals- vert breytileg. Goshlé fyrir gosin 1980 og 1991 voru til dæmis jal'nlöng en gos- ið 1980 stóð í 3 daga (10 daga samtals þegar gosið 1981 er talið með) en gos- ið 1991 í tæpa 53 daga. Lengd gossins nú er hins vegar svipuð og lengd goss- ins 1970 sem stóð í 60 daga, en á und- an því var 22 ára goshlé. Stærð stærstu jarðskjálfta í gosi tengist einnig lengd undanfarandi gos- hlés. Hléið fyrir gosið 1947 var 101 ár og stærsti skjálftinn í því gosi náði stærðinni 5 á Richterkvarða. Fram að gosinu 1970 liðu 22 ár og stærsti skjálftinn var 4. Stærstu skjálftar í tengslum við gosin 1980-81 og 1991 voru hins vegar aðeins 3 á sama kvarða. Af þessu má álykta að það þurfi meiri spennu til að brjóta skorp- una ofan við kvikuþró Heklu því lengra sem líður milli gosa. A 10. mynd er sígild teikning Sig- urðar Þórarinssonar (1968) af sam- bandinu milli kísilsýrumagns í gjósku í upphafi Heklugosa og lengdar undan- gengins goshlés. Efnagreiningar á gos- möl úr upphafshrinu gosanna 1970 (Gudmundur Sigvaldason 1974) og 1980-81 (Karl Grönvold o.fl. 1983) falla að mynd Sigurðar, eins og sýnt er, og sama er að segja um gosið 1991 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.