Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 11
9. mynd. Gosmökkur upp úr aðalgígnum
24. febrúar. Gígkeilan er allt að hundrað
metra há, en rúmmál hennar er lítið
miðað við rúmmál hraunsins. Mynd
Agúst Guðmundsson.
gjóskufallið. Mikið gjóskufall veldur
að öðru jöfnu meira tjóni á jörðum en
Iítið. Að auki vex magn gosefna með
lengd undanfarandi goshlés. Frá sjón-
armiði byggðar í grennd við Heklu er
æskilegra að hún gjósi oft, og þá litlu
magni gosefna hverju sinni, en að hún
gjósi sjaldan og miklu magni gosefna í
hvert skipti.
Nokkur fylgni er einnig milli lengd-
ar goss og lengdar undanfarandi gos-
hlés. Lengd goss, að undangengnu
goshléi af tiltekinni lengd, er þó tals-
vert breytileg. Goshlé fyrir gosin 1980
og 1991 voru til dæmis jal'nlöng en gos-
ið 1980 stóð í 3 daga (10 daga samtals
þegar gosið 1981 er talið með) en gos-
ið 1991 í tæpa 53 daga. Lengd gossins
nú er hins vegar svipuð og lengd goss-
ins 1970 sem stóð í 60 daga, en á und-
an því var 22 ára goshlé.
Stærð stærstu jarðskjálfta í gosi
tengist einnig lengd undanfarandi gos-
hlés. Hléið fyrir gosið 1947 var 101 ár
og stærsti skjálftinn í því gosi náði
stærðinni 5 á Richterkvarða. Fram að
gosinu 1970 liðu 22 ár og stærsti
skjálftinn var 4. Stærstu skjálftar í
tengslum við gosin 1980-81 og 1991
voru hins vegar aðeins 3 á sama
kvarða. Af þessu má álykta að það
þurfi meiri spennu til að brjóta skorp-
una ofan við kvikuþró Heklu því
lengra sem líður milli gosa.
A 10. mynd er sígild teikning Sig-
urðar Þórarinssonar (1968) af sam-
bandinu milli kísilsýrumagns í gjósku í
upphafi Heklugosa og lengdar undan-
gengins goshlés. Efnagreiningar á gos-
möl úr upphafshrinu gosanna 1970
(Gudmundur Sigvaldason 1974) og
1980-81 (Karl Grönvold o.fl. 1983)
falla að mynd Sigurðar, eins og sýnt
er, og sama er að segja um gosið 1991
153