Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 56
I. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 15.-
17. september 1944 (imm). Hálfdán
Björnsson. Lýsing athuganda var á
þessa leið: „[Fuglinn] virtist vera á
stærð við fálka en vængir breiðari fyrir
endann og stél var langt. . . Hann var
allur brúnn (líkt og skúmur) nema höf-
uðið var sem hvítt. Hann var á veiðum,
flaug mjög letilega og renndi sér oft
með vængina skáhallt upp í loftið."
Samkvæmt þessari lýsingu kemur ekki
annað til greina en ungur brúnheiðir.
Bláheiðir (Circus cyaneus)
Bláheiðir er varpfugl í Evrópu,
norðanverðri Asíu og í Norður- og
Suður-Ameríku (2. mynd). Hann er
allalgengur í Evrópu, sérstaklega í
norður- og austurhluta álfunnar.
Stofnstærð á Bretlandseyjum er 500-
800 pör, í Svíþjóð um 1000 pör og
Finnlandi um 600 pör. Kjörlendi blá-
heiðis er bersvæði, t.d. votlendi,
steppur og heiðar. Hann verpur vana-
lega á jörðu niðri, oftast í þéttum lág-
vöxnum gróðri. Aðalfæða hans eru
smáfuglar og nagdýr.
Bláheiðir er farfugl í nyrsta hluta
heimkynna sinna. Evrópskir l'uglar
hafa vetrardvöl allt frá Suður-Svíþjóð
til strandhéraða Norður-Afríku. Hann
er meðal annars staðfugl á Bretlands-
eyjum. Haustfartíminn við Falsterbo
byrjar um miðjan ágúst og lýkur í nóv-
ember, en nær hámarki í byrjun októ-
ber. Bláheiðir kemur á varpstöðvar
sínar í Vestur- og Mið-Evrópu í mars-
lok en um mánuði síðar í Skandin-
avíu.
Bláheiðir hefur sést sex sinnum á
Islandi:
1. Hnappavellir í Öræfum, A-Skaft, 18.
nóvember 1946 (karlf. imm RM1193).
Hálfdán Björnsson. Fundinn nýdauður
á Kvíármýri austur af Hnappavöllum.
2. Gufuskálar í Garði, Gull, 15. október
1957 (kvenf. RM1194). Helgi Gests-
son. Fuglinn sást á túninu á Gufuskál-
um og var þá í áflogum við svartbak
(Larus marinus). Hann drap svartbak-
inn en datt síðan sjálfur dauður niður.
3. Heimaey, Vestm, 19.-21. maí 1974
(karlf. ad einkasafn, bein RM8409).
Sigurgeir Sigurðsson.
4. Skógar undir Eyjafjöllum, Rang, byrj-
un nóvember 1980 (kvenf./imm einka-
safn). GP og KHS (1983). Fuglinn
fannst nýdauður.
Tveir bláheiðar hafa sést síðan: fullorð-
inn karlfugl 6.-7. október 1982 við
Skammadalshól í Mýrdal (GP og EÓ
1984); ungur karlfugl í nóvember 1985 á
Heimaey (GP og EÓ 1988).
Þessi tilvik, fimm frá hausti (októ-
ber og nóvember) og eitt frá vori
(maí), eru öll á fartíma tegundarinnar
í Norður-Evrópu. Fuglarnir sáust allir
á sunnanverðu landinu.
Gráheiðir (Circus pygargus)
Gráheiðir er varpfugl í Evrópu, Síb-
iríu og á norðurströnd Afríku (2.
mynd). I Evrópu er hann algengastur
í Frakklandi og á Spáni, en annars er
útbreiðslusvæði hans mjög slitrótt og
honum hefur mikið fækkað á síðustu
áratugum. Gráheiðir er m.a. sjaldgæf-
ur varpfugl í Englandi, Niðurlöndum,
Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð.
Kjörlendi hans svipar til kjörlendis
bláheiðis, en gráheiðir er suðlægari
tegund. Gráheiðir lifir mest á nagdýr-
um og smáfuglum en einnig eðlum,
froskum, snákum og skordýrum.
Gráheiðir er farfugl og hefur vetur-
setu í sunnanverðri Afríku og á Ind-
landi. Haustfartíminn hefst snemma í
ágúst og varir fram í október, með há-
mark frá miðjum ágúst fram í byrjun
september. Vorkomutíminn í Evrópu
er frá lokum mars fram í byrjun maí.
Gráheiðir hefur sést tvisvar á Is-
landi, einu sinni að vorlagi og einu
sinni að vetrarlagi:
1. Hólar í Laxárdal, S-Þing, vor 1967
198