Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 37
það rit síðar gefið út á íslensku (Sig- urður Þórarinsson 1968). Eftir 1970 kannaði Guðmundur E. Sigvaldason efnafræði nokkurra ösku- laga og hrauna úr Heklu og setti fram kenningu um uppruna súrrar kviku í Heklu (Guðmundur E. Sigvaldason 1974). Sveinn Jakobsson (1979) kann- aði bergfræði Hekluhrauna og benti á að fjallið er miðja í stærra eldstöðva- kerfi. Stuttar greinar hafa einnig verið ritaðar um gosin 1970,1980-81 og 1991 (Sigurður Þórarinsson og Guðmundur E. Sigvaldason 1970, Karl Grönvold o.fl. 1983, Ágúst Guðmundsson o.fl. 1992). Árið 1989 hófu höfundar þessarar greinar ítarlegar rannsóknir á Heklu- svæðinu og eru langt komnir að kort- leggja jarðfræði þess í mælikvarða 1:50.000. Hraun á svæðinu eru ald- ursgreind með öskulögum. Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einars- son (1990) hafa nýlega sett fram hug- mynd sem byggist á frumniðurstöðum þessarar könnunar. Hún gerir ráð fyr- ir öskjusigi á Heklusvæðinu á nú- tíma. GOSBELTI LANDSINS Ekki er unnt að fjalla um Heklu sem megincldstöð án þess að gera fyrst grein fyrir grundvallaratriðum eldvirkni á íslandi. Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í túlkun og skilningi á eldfjöllum, gerð þeirra, hegðun og þróun. Hér á landi liggur grundvöllur þessara framfara einkum í auknum skilningi á eðli gosbeltanna ásamt aukinni þekkingu á innviðum megineldstöðva. Þessi þekking hefur einkum fengist með rannsóknum á rofnum megineldstöðvum frá tertíer og árkvarter svo og rannsóknum á Kröflueldum 1975-1984. Gosbeltin á íslandi eru af tveimur ólíkum gerðum. Annars vegar er svo- nefnt rekbelti sem markar flekaskilin, þ.e. mörkin milli Norður-Ameríku- flekans og Evrasíuflekans (2. mynd). Það liggur skáhallt um landið frá Reykjanesskaga í suðvestri til Öxar- fjarðar og Melrakkasléttu í norð- austri. Rekbelti einkennist af megin- eldstöðvum með sprungureinum. Sprungureinarnar liggja skástígt eftir rekbeltinu og þar gliðna sprungur og gjár þegar jarðskorpuflekana rekur hvorn frá öðrum. Hins vegar eru jað- arbelti sem liggja inni á flekunum, nærri jöðrunum, til hliðar við rekbelt- ið. Þar er engin veruleg gliðnun. Snæ- fellsnes- og Öræfajökulsgosbeltin eru jaðarbelti og einnig svonefnt Eystra- gosbelti (2. mynd). SÉRSTAÐA EYSTRA- GOSBELTISINS Eystragosbeltið virðist tilkomið vegna þess að rekbeltið á Norðurlandi er að opnast til suðvesturs inn í Evr- asíuflekann. Nyrðri hlutinn líkist dæmigerðu rekbelti en syðsti hlutinn hefur einkenni jaðarbeltis. Talið er að með tímanum muni Eystragosbeltið tengjast Reykjaneshryggnum, á svip- aðan hátt og Tjörnesbrotabeltið tengir rekbelti landsins og Kolbeinseyjar- hrygginn. Á Suðurlandi er þetta brotabelti byrjað að þróast og er nú almennt nefnt Suðurlandsskjálftabelt- ið. Yfirborðseinkenni þess eru opnar skástígar sprungur sem stefna norður- suður, nær hornrétt á sjálft beltið. Skjálftabeltið er talið ná frá Heklu- svæðinu vestur um Suðurlandsundir- lendið í Ölfus og áfram um sunnan- verðan Reykjanesfjallgarð út á Reykjanes (Freysteinn Sigurðsson 1985, Haukur Jóhannesson 1986). Á Reykjanesskaganum er skjálftabeltið mun mjórra en á Suðurlandi (3. mynd). Líklegt þykir að tengingin við 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.