Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 37
það rit síðar gefið út á íslensku (Sig-
urður Þórarinsson 1968).
Eftir 1970 kannaði Guðmundur E.
Sigvaldason efnafræði nokkurra ösku-
laga og hrauna úr Heklu og setti fram
kenningu um uppruna súrrar kviku í
Heklu (Guðmundur E. Sigvaldason
1974). Sveinn Jakobsson (1979) kann-
aði bergfræði Hekluhrauna og benti á
að fjallið er miðja í stærra eldstöðva-
kerfi. Stuttar greinar hafa einnig verið
ritaðar um gosin 1970,1980-81 og 1991
(Sigurður Þórarinsson og Guðmundur
E. Sigvaldason 1970, Karl Grönvold
o.fl. 1983, Ágúst Guðmundsson o.fl.
1992).
Árið 1989 hófu höfundar þessarar
greinar ítarlegar rannsóknir á Heklu-
svæðinu og eru langt komnir að kort-
leggja jarðfræði þess í mælikvarða
1:50.000. Hraun á svæðinu eru ald-
ursgreind með öskulögum. Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einars-
son (1990) hafa nýlega sett fram hug-
mynd sem byggist á frumniðurstöðum
þessarar könnunar. Hún gerir ráð fyr-
ir öskjusigi á Heklusvæðinu á nú-
tíma.
GOSBELTI LANDSINS
Ekki er unnt að fjalla um Heklu
sem megincldstöð án þess að gera
fyrst grein fyrir grundvallaratriðum
eldvirkni á íslandi.
Á síðustu tveimur áratugum hafa
orðið stórstígar framfarir í túlkun og
skilningi á eldfjöllum, gerð þeirra,
hegðun og þróun. Hér á landi liggur
grundvöllur þessara framfara einkum
í auknum skilningi á eðli gosbeltanna
ásamt aukinni þekkingu á innviðum
megineldstöðva. Þessi þekking hefur
einkum fengist með rannsóknum á
rofnum megineldstöðvum frá tertíer
og árkvarter svo og rannsóknum á
Kröflueldum 1975-1984.
Gosbeltin á íslandi eru af tveimur
ólíkum gerðum. Annars vegar er svo-
nefnt rekbelti sem markar flekaskilin,
þ.e. mörkin milli Norður-Ameríku-
flekans og Evrasíuflekans (2. mynd).
Það liggur skáhallt um landið frá
Reykjanesskaga í suðvestri til Öxar-
fjarðar og Melrakkasléttu í norð-
austri. Rekbelti einkennist af megin-
eldstöðvum með sprungureinum.
Sprungureinarnar liggja skástígt eftir
rekbeltinu og þar gliðna sprungur og
gjár þegar jarðskorpuflekana rekur
hvorn frá öðrum. Hins vegar eru jað-
arbelti sem liggja inni á flekunum,
nærri jöðrunum, til hliðar við rekbelt-
ið. Þar er engin veruleg gliðnun. Snæ-
fellsnes- og Öræfajökulsgosbeltin eru
jaðarbelti og einnig svonefnt Eystra-
gosbelti (2. mynd).
SÉRSTAÐA EYSTRA-
GOSBELTISINS
Eystragosbeltið virðist tilkomið
vegna þess að rekbeltið á Norðurlandi
er að opnast til suðvesturs inn í Evr-
asíuflekann. Nyrðri hlutinn líkist
dæmigerðu rekbelti en syðsti hlutinn
hefur einkenni jaðarbeltis. Talið er að
með tímanum muni Eystragosbeltið
tengjast Reykjaneshryggnum, á svip-
aðan hátt og Tjörnesbrotabeltið tengir
rekbelti landsins og Kolbeinseyjar-
hrygginn. Á Suðurlandi er þetta
brotabelti byrjað að þróast og er nú
almennt nefnt Suðurlandsskjálftabelt-
ið. Yfirborðseinkenni þess eru opnar
skástígar sprungur sem stefna norður-
suður, nær hornrétt á sjálft beltið.
Skjálftabeltið er talið ná frá Heklu-
svæðinu vestur um Suðurlandsundir-
lendið í Ölfus og áfram um sunnan-
verðan Reykjanesfjallgarð út á
Reykjanes (Freysteinn Sigurðsson
1985, Haukur Jóhannesson 1986). Á
Reykjanesskaganum er skjálftabeltið
mun mjórra en á Suðurlandi (3.
mynd). Líklegt þykir að tengingin við
179