Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 66
ber 1980 (karlf. ad). GP og KHS
(1982).
Turnfálki hefur verið árviss eftir 1980
og að minnsta kosti 19 fuglar sáust (GP og
KHS 1983, GP og EÓ 1984-89b, Anon-
ymus 1989, GP o.fl. 1991, 1992, í undir-
búningi). Einn þessara fugla var merktur
(Stockholm 6102546) sem ungi, 25. júní
1988 við Leksand í Dalarna í Svíþjóð og
náðist sama haust hér á Islandi.
Ýmsir hafa minnst á turnfálka sem tal-
inn er hafa sést á Fljótsdalshéraði laust
fyrir 1878 (Porvarður Kjerulf 1878, Bene-
dikt Gröndal 1895, Bjarni Sæmundsson
1905), en það tilvik hefur réttilega verið
dregið í efa (sbr. Timmermann 1949).
Komutími turnfálka Itér á landi
skiptist aðallega á tvær árstíðir, vor
(13 fundir) og haust (29 fundir) (6.
mynd). Dagsettir vorfundir eru frá 22.
mars til 27. maí og haustfundir eru frá
tímabilinu 10. ágúst til 21. október.
Flestir haustfundanna (15 af 23 dag-
settum) eru frá tímabilinu 17. septem-
ber til 14. október, eða um líkt leyti
og hámark farsins í Norður-Evrópu.
Þrjú tilvik frá júní og júlí sýna að turn-
fálkar hafa hér stundum sumardvöl.
Eitt tilvik er þekkt frá vetri, Reyni-
vellir í Suðursveit 28. desember 1984.
Turnfálkar hafa fundist í öllum lands-
hlutum (7. mynd). Flestir vorfundirnir
eru frá Suðausturlandi til Suðvestur-
lands en haustfundirnir eru mun
dreifðari. Athyglisvert er hve margir
turnfálkar hafa fundist örmagna eða
dauðir, flestir í október og mars.
Turnfálkar eiga því greinilega erfitt
uppdráttar hér á landi snemma vors
og síðla hausts.
Turnfálkar verða kynþroska og
skrýðast fullorðinsbúningi ársgamlir.
Auðvelt er að aldurs- og kyngreina
eintök á búningi (sbr. Glutz von
Blotzheim o.fl. 1971, bls. 715). Af
tíu haustfuglum á Náttúrufræðistofn-
un eru tveir fullorðnir karlfuglar (eins
árs eða eldri) og átta ungar frá sumr-
inu (sex kvenfuglar og tveir karl-
fuglar). Fjórir vorfuglar eru allir árs-
gamlir (tveir karlfuglar og tveir kven-
fuglar). Endurheimtur gefa svipaða
mynd; tveir turnfálkar voru eins árs
og einn var á fyrsta ári er þeir fundust
hér.
Við teljum sennilegast að flestir
turnfálkar sem flækjast hingað til ís-
lands séu upprunnir í norðvestan-
verðri Evrópu. Endurheimtur turn-
fálka hér á landi, tvær frá Svíþjóð og
ein frá Hollandi, styrkja þessa tilgátu
okkar. Meginfarleiðir evrópskra turn-
fálka eru í suður og suðvestur. Turn-
fálkar frá Finnlandi, Skandinavíu,
Danmörku og Niðurlöndum eru t.d.
umferðarfuglar og vetrargestir á Bret-
landseyjum og þurfa því að ferðast yf-
ir haf. Breskir turnfálkar eru að
nokkru leyti farfuglar og dveljast í
Suðvestur-Evrópu á vetrum, þeir
þurfa því einnig að fljúga nokkurn
spöl yfir haf.
Kvöldfálki (Falco vespertinus)
Kvöldfálki er varpfugl í Mið- og
Austur-Evrópu og í Mið-Asíu, allt
austur til Kína og Kóreu (5. mynd). í
Evrópu er hann algengastur í Rúss-
landi. Kjörlendi kvöldfálka er steppur
og gisið skóglendi. Hann er félags-
lyndur fugl, verpur í byggðum og not-
ar kvistahreiður annarra fugla. Fæða
kvöldfálka er fyrst og fremst skordýr,
einnig nagdýr og froskar.
Kvöldfálki er farfugl og dvelja evr-
ópskir fuglar í sunnanverðri Afríku á
vetrum. Haustfarið í Rússlandi og
Mið-Evrópu hefst um miðjan ágúst og
varir fram í lok október, það er í há-
marki um miðjan september. Vorfar-
tíminn í Afríku hefst í mars og kvöld-
fálkar eru komnir til nyrstu hluta
heimkynna sinna í Evrópu í lok apríl
og í maí. Kvöldfálkar, helst ungar,
208