Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 20
opnast í austurhlíðinni, en af lýsingun- um verður ekki ráðið hvenær þeyti- gosið var ákafast. Af frásögnum sjón- arvotta má hins vegar álykta að gjósk- an sem myndaðist fyrsta klukkutím- ann hafi aðallega komið úr sprungum við Axlargíginn í suðvesturöxl Heklu, en næstu klukkutímana hafi gjóska jafnframt komið upp á suðvesturhluta Heklugjár og sprungum í austurhlíð- inni. PEYTIGOSIÐ - GOSMÖKKUR- INN SÉÐUR í VEÐURSJÁ Vegna éljagangs, myrkurs og erfiðr- ar færðar voru athuganir á gosstöðv- unum og framvindu gossins, bæði á jörðu niðri og úr lofti, minni en æski- legt hefði verið fyrsta gosdaginn. Lítt sást til gosmakkarins og ógerlegt hefði verið að rekja breytingar á stærð og stefnu hans ef ekki hefði komið til tæki sem gat skráð upplýsingar um hann þrátt fyrir óhagstæð skilyrði, en það er ratsjá útbúin til að fylgjast með ákveðnum veðurþáttum, svonefnd veðursjá. I þessu gosi var í fyrsta sinn fylgst með gosmekki í slíkri veðursjá. Hún er á Miðnesheiði og er eign Veður- stofu Islands. Veðursjáin getur nú sýnt úrkomu og ský í allt að 480 km fjarlægð en á gostímanum var aðeins hægt að sjá í um 240 km fjarlægð (2. mynd a). Frá henni eru um 150 km austur að Heklu. Veðursjáin sýndi þann hluta gosmakkarins sem var nægilega þéttur til að endurvarpa rat- sjárgeislanum, frá rúmlega 1,5 km hæð og upp í a.m.k. 12 km hæð. í 2 km hæð kom gosmökkurinn glöggt fram á fyrstu 100 km frá upptökum og var hægt að fylgjast með stefnu, stærð og lögun hans sunnan jökla. Einnig sást hvar hann var þéttastur á hverjum tíma. Veðursjáin var í tilraunarekstri á gostímanum og tókst ekki að vista upplýsingarnar um mökkinn að fullu. Upplýsingar úr 2 km hæð voru skráð- ar beint af tölvuskjá og 2. mynd sýnir útlínur gosmakkarins, fyrst kl. 17.50, eða um 50 mínútum eftir að gos hófst, og síðan á klukkutíma fresti til kl. 01.50 hinn 18. janúar. Samkvæmt þeim var mökkurinn „mestur að um- fangi“ kl. 18.50 (2. mynd c) í þessari hæð. Það þýðir þó ekki að þeytigosið hafi verið ákafast á þeim tíma, því gosefnin voru nokkurn tíma að berast frá fjallinu og samanburður við mynd gerða klukkustund áður (2. mynd b) sýndi að gosmökkurinn hafði mjókk- að og „þynnst“ næst Heklu. Þeyti- gosið náði því hámarki nokkru fyrr og verulega hafði sljákkað í því kl. 18.50. Veðursjármyndirnar sýna að nokkr- ar sveiflur hafa verið í þeytigosinu og ekki dró jafnt og þétt úr því. Milli kl. 19 og 20 gildnaði mökkurinn aftur næst Heklu en laust fyrir kl. 21 var þessi hluti hans mjög rýr (2. mynd e) og virtist ekki ná alveg að fjallinu. Til greina kemur að þeytigosið hafi þá nánast dottið niður um tíma. Hann var ívið þéttari þar klukkustund síðar og svipaður kl. 22.50. Eftir það var mökkurinn allur minni um sig þar til skráningu var hætt kl. 01.50. Breytingar á stefnu gosmakkarins sjást glöggt á veðursjármyndunum. Fyrstu þrjár klukkustundirnar barst hann til norðnorðausturs en fór þá að sveigja til austurs og stefndi austnorð- austur laust fyrir miðnætti. Hann sveigði síðan til norðurs og áfram til vesturs en skráningu var þá hætt. Tek- ið skal fram að ekki er víst að teikn- ingum af gosmekkinum beri fullkom- lega saman við tölvuteiknaðar myndir sem gera á síðar meir og hann gæti hnikast til miðað við kennileiti á ein- hverjum þeirra. Gosmökkurinn kom einnig fram á 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.