Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 20
opnast í austurhlíðinni, en af lýsingun-
um verður ekki ráðið hvenær þeyti-
gosið var ákafast. Af frásögnum sjón-
arvotta má hins vegar álykta að gjósk-
an sem myndaðist fyrsta klukkutím-
ann hafi aðallega komið úr sprungum
við Axlargíginn í suðvesturöxl Heklu,
en næstu klukkutímana hafi gjóska
jafnframt komið upp á suðvesturhluta
Heklugjár og sprungum í austurhlíð-
inni.
PEYTIGOSIÐ - GOSMÖKKUR-
INN SÉÐUR í VEÐURSJÁ
Vegna éljagangs, myrkurs og erfiðr-
ar færðar voru athuganir á gosstöðv-
unum og framvindu gossins, bæði á
jörðu niðri og úr lofti, minni en æski-
legt hefði verið fyrsta gosdaginn. Lítt
sást til gosmakkarins og ógerlegt hefði
verið að rekja breytingar á stærð og
stefnu hans ef ekki hefði komið til
tæki sem gat skráð upplýsingar um
hann þrátt fyrir óhagstæð skilyrði, en
það er ratsjá útbúin til að fylgjast með
ákveðnum veðurþáttum, svonefnd
veðursjá.
I þessu gosi var í fyrsta sinn fylgst
með gosmekki í slíkri veðursjá. Hún
er á Miðnesheiði og er eign Veður-
stofu Islands. Veðursjáin getur nú
sýnt úrkomu og ský í allt að 480 km
fjarlægð en á gostímanum var aðeins
hægt að sjá í um 240 km fjarlægð (2.
mynd a). Frá henni eru um 150 km
austur að Heklu. Veðursjáin sýndi
þann hluta gosmakkarins sem var
nægilega þéttur til að endurvarpa rat-
sjárgeislanum, frá rúmlega 1,5 km
hæð og upp í a.m.k. 12 km hæð. í 2
km hæð kom gosmökkurinn glöggt
fram á fyrstu 100 km frá upptökum og
var hægt að fylgjast með stefnu, stærð
og lögun hans sunnan jökla. Einnig
sást hvar hann var þéttastur á hverjum
tíma. Veðursjáin var í tilraunarekstri
á gostímanum og tókst ekki að vista
upplýsingarnar um mökkinn að fullu.
Upplýsingar úr 2 km hæð voru skráð-
ar beint af tölvuskjá og 2. mynd sýnir
útlínur gosmakkarins, fyrst kl. 17.50,
eða um 50 mínútum eftir að gos hófst,
og síðan á klukkutíma fresti til kl.
01.50 hinn 18. janúar. Samkvæmt
þeim var mökkurinn „mestur að um-
fangi“ kl. 18.50 (2. mynd c) í þessari
hæð. Það þýðir þó ekki að þeytigosið
hafi verið ákafast á þeim tíma, því
gosefnin voru nokkurn tíma að berast
frá fjallinu og samanburður við mynd
gerða klukkustund áður (2. mynd b)
sýndi að gosmökkurinn hafði mjókk-
að og „þynnst“ næst Heklu. Þeyti-
gosið náði því hámarki nokkru fyrr og
verulega hafði sljákkað í því kl.
18.50.
Veðursjármyndirnar sýna að nokkr-
ar sveiflur hafa verið í þeytigosinu og
ekki dró jafnt og þétt úr því. Milli kl.
19 og 20 gildnaði mökkurinn aftur
næst Heklu en laust fyrir kl. 21 var
þessi hluti hans mjög rýr (2. mynd e)
og virtist ekki ná alveg að fjallinu. Til
greina kemur að þeytigosið hafi þá
nánast dottið niður um tíma. Hann
var ívið þéttari þar klukkustund síðar
og svipaður kl. 22.50. Eftir það var
mökkurinn allur minni um sig þar til
skráningu var hætt kl. 01.50.
Breytingar á stefnu gosmakkarins
sjást glöggt á veðursjármyndunum.
Fyrstu þrjár klukkustundirnar barst
hann til norðnorðausturs en fór þá að
sveigja til austurs og stefndi austnorð-
austur laust fyrir miðnætti. Hann
sveigði síðan til norðurs og áfram til
vesturs en skráningu var þá hætt. Tek-
ið skal fram að ekki er víst að teikn-
ingum af gosmekkinum beri fullkom-
lega saman við tölvuteiknaðar myndir
sem gera á síðar meir og hann gæti
hnikast til miðað við kennileiti á ein-
hverjum þeirra.
Gosmökkurinn kom einnig fram á
162