Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 115
Auk þess sá HÍN um kvikmynda-
sýningu með fyrirlestri 28. september
í stofu 101 í Odda, sem hjónin Maur-
ice og Katia Krafft héldu á vegum
franska sendiráðsins, Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar og Hins íslenska
náttúrufræðifélags. Sýndar voru
myndir af eldfjöllum og eldgosum
víða um heim og af afleiðingum
þeirra. Þótti þetta ægifögur og mjög
áhrifamikil sýning, en yfir 100 manns
sóttu hana. Þau hjón höfðu sérhæft sig
í kvikmyndun eldfjalla og eldgosa og
stundað þá iðju um langt árabil. Sá
sorglegi atburður varð svo í lok maí
1991, að þau létu bæði lífið við kvik-
myndun hins mannskæða eldfjalls
Unzen í Japan.
19. nóvember hélt félagið opinn
fund um „Hið íslenska náttúrufræðifé-
lag, Náttúrufræðistofnun og Náttúru-
hús í Reykjavík“ í stofu 101 í Odda.
Framsögumenn voru eftirtaldir:
Freysteinn Sigurðsson: Markmið Hins
íslenska náttúrufræðifélags. Eyþór
Einarsson: Markmið og skipan Nátt-
úrufræðistofnunar. Sveinbjörn Björns-
son: Markmið og skipan Náttúruhúss.
Hjörleifur Guttormsson: Nefndarálit
um Náttúrufræðistofnun og Náttúru-
hús. Fundinn sóttu 38 manns. Um-
ræður voru fjörlegar og kom fram
mjög eindreginn stuðningur við bygg-
ingu og rekstur Náttúruhúss í Reykja-
vík.
Háskóla íslands er þakkað fyrir af-
not af fyrirlestrarsalnum í Odda og
Jóni Kristjánssyni, húsverði í Odda,
er þökkuð umhyggja og alúð við und-
irbúning fundanna.
FERÐIR OG NÁMSKEIÐ
Ferðaáætlanir félagsins komust mis-
vel í framkvæmd. Tvær dagsferðir
voru ráðgerðar frá Reykjavík. Féll
önnur niður vegna ónógrar þátttöku
en hin var með fámennasta móti. Hélt
þar áfram sú þróun sem vart hafði
orðið við undanfarin ár. Þátttaka er
dræm í dagsferðum, nema þá að eitt-
hvað „æsilegt“ sé á dagskrá, og dregur
þó sífellt úr henni. Orsakir þessarar
þróunar eru ugglaust margar og flókn-
ar, en þrenns skal þó getið til: Fram-
boð á hvers kyns tómstundasýslu og
afþreyingu hefur almennt stóraukist
hin síðustu ár. Mikið framboð er á
dagsferðum annarra aðila á þessu
svæði. Margt áhugavert hefur þegar
verið skoðað í ferðum félagsins sjálfs.
Sunnudaginn 10. júní var ráðgerð
ferð í Straumsvík til að skoða lífríki
fjörusvæðisins, gróður umhverfis ál-
verið, skóga í hraununum og ýmislegt
mannanna rask á svæðinu. Þessi ferð
féll niður vegna ónógrar þátttöku.
Laugardaginn 14. júlí var farið í
Brennisteinsfjöll. Fararstjóri var
Freysteinn Sigurðsson. Þátttakendur
urðu aðeins 6. Gengið var frá Blá-
fjallaveginum (syðri), upp í Grinda-
skörð og þaðan suður á hverasvæðið
undir Draugahlíðum. Voru skoðuð
hraun, gígar og ummerki forns
brennisteinsnáms. Veður var sæmi-
lega bjart í upphafi en nokkuð hvasst
á suðaustan. Herti veðrið þegar á dag-
inn leið og gerði það talsverðan usla á
tjaldbúðum á Landsmóti UMFÍ í
Mosfellssveit. Dró um leið ský á fjöll.
Var afspyrnurok í Grindaskörðum á
heimleiðinni en lægði til stórra muna
þegar ofan kom í hlíðina. Komust allir
klakklaust heirn.
Langa ferðin var farin á Sprengi-
sand 27.-29. júlí. Var gist tvær nætur í
Nýjadal. Samið hafði verið við Ferða-
félag íslands um gistingu í skála þess
fyrir þá sem það vildu. Notfærði
meira en helmingur þátttakenda sér
þann kost. Hinir lágu á tjöldum á
tjaldsvæðinu. Leiðsögumenn voru
Ingibjörg Kaldal og Elsa G. Vilmund-
ardóttir en fararstjórar voru Frey-
257