Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 115

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 115
Auk þess sá HÍN um kvikmynda- sýningu með fyrirlestri 28. september í stofu 101 í Odda, sem hjónin Maur- ice og Katia Krafft héldu á vegum franska sendiráðsins, Norrænu eld- fjallastöðvarinnar og Hins íslenska náttúrufræðifélags. Sýndar voru myndir af eldfjöllum og eldgosum víða um heim og af afleiðingum þeirra. Þótti þetta ægifögur og mjög áhrifamikil sýning, en yfir 100 manns sóttu hana. Þau hjón höfðu sérhæft sig í kvikmyndun eldfjalla og eldgosa og stundað þá iðju um langt árabil. Sá sorglegi atburður varð svo í lok maí 1991, að þau létu bæði lífið við kvik- myndun hins mannskæða eldfjalls Unzen í Japan. 19. nóvember hélt félagið opinn fund um „Hið íslenska náttúrufræðifé- lag, Náttúrufræðistofnun og Náttúru- hús í Reykjavík“ í stofu 101 í Odda. Framsögumenn voru eftirtaldir: Freysteinn Sigurðsson: Markmið Hins íslenska náttúrufræðifélags. Eyþór Einarsson: Markmið og skipan Nátt- úrufræðistofnunar. Sveinbjörn Björns- son: Markmið og skipan Náttúruhúss. Hjörleifur Guttormsson: Nefndarálit um Náttúrufræðistofnun og Náttúru- hús. Fundinn sóttu 38 manns. Um- ræður voru fjörlegar og kom fram mjög eindreginn stuðningur við bygg- ingu og rekstur Náttúruhúss í Reykja- vík. Háskóla íslands er þakkað fyrir af- not af fyrirlestrarsalnum í Odda og Jóni Kristjánssyni, húsverði í Odda, er þökkuð umhyggja og alúð við und- irbúning fundanna. FERÐIR OG NÁMSKEIÐ Ferðaáætlanir félagsins komust mis- vel í framkvæmd. Tvær dagsferðir voru ráðgerðar frá Reykjavík. Féll önnur niður vegna ónógrar þátttöku en hin var með fámennasta móti. Hélt þar áfram sú þróun sem vart hafði orðið við undanfarin ár. Þátttaka er dræm í dagsferðum, nema þá að eitt- hvað „æsilegt“ sé á dagskrá, og dregur þó sífellt úr henni. Orsakir þessarar þróunar eru ugglaust margar og flókn- ar, en þrenns skal þó getið til: Fram- boð á hvers kyns tómstundasýslu og afþreyingu hefur almennt stóraukist hin síðustu ár. Mikið framboð er á dagsferðum annarra aðila á þessu svæði. Margt áhugavert hefur þegar verið skoðað í ferðum félagsins sjálfs. Sunnudaginn 10. júní var ráðgerð ferð í Straumsvík til að skoða lífríki fjörusvæðisins, gróður umhverfis ál- verið, skóga í hraununum og ýmislegt mannanna rask á svæðinu. Þessi ferð féll niður vegna ónógrar þátttöku. Laugardaginn 14. júlí var farið í Brennisteinsfjöll. Fararstjóri var Freysteinn Sigurðsson. Þátttakendur urðu aðeins 6. Gengið var frá Blá- fjallaveginum (syðri), upp í Grinda- skörð og þaðan suður á hverasvæðið undir Draugahlíðum. Voru skoðuð hraun, gígar og ummerki forns brennisteinsnáms. Veður var sæmi- lega bjart í upphafi en nokkuð hvasst á suðaustan. Herti veðrið þegar á dag- inn leið og gerði það talsverðan usla á tjaldbúðum á Landsmóti UMFÍ í Mosfellssveit. Dró um leið ský á fjöll. Var afspyrnurok í Grindaskörðum á heimleiðinni en lægði til stórra muna þegar ofan kom í hlíðina. Komust allir klakklaust heirn. Langa ferðin var farin á Sprengi- sand 27.-29. júlí. Var gist tvær nætur í Nýjadal. Samið hafði verið við Ferða- félag íslands um gistingu í skála þess fyrir þá sem það vildu. Notfærði meira en helmingur þátttakenda sér þann kost. Hinir lágu á tjöldum á tjaldsvæðinu. Leiðsögumenn voru Ingibjörg Kaldal og Elsa G. Vilmund- ardóttir en fararstjórar voru Frey- 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.