Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 5
ÁRNÝ E. SVEINBJÖRNSDÓTTIH
OG SIGFÚS J. JOHNSEN
Nýr
ÍSKJARNI FRÁ
GRÆNLANDSJÖKLI
Sumarið 1992 tókst hópi vísinda-
manna frá átta Evrópuríkjum að ná
rúmlega 3000 m löngum samfelláum
ískjarna úr hábungu Grænlandsjök-
uls. 1 kjarnanum hafa varðveist upp-
lýsingar um veðurfar við norðanvert
Atlantshaf síðustu 250.000 árin. Nið-
urstöður rannsókna sýna að veður-
farið hefur verið mjög breytilegt allan
þennan tíma að undanskildum síð-
ustu 10.000 árum. Þetta óvenjulanga
stöðuga tímabil telja margir forsend-
una fyrir menningarskeiði nútímans.
llur jökulís er úrkoma að upp-
Aruna, snjór eða regn. Úrkoman
hleðst ofan á jökulinn ár frá ári og
________ vegna árstiðaskipta verður ísinn í
jöklinum lagskiptur. Jökulis er því í raun
lagskipt, frosin úrkoma fyrri ára. Ef lag-
Ámý E. Sveinbjömsdóttir (f. 1953) lauk B.S.-
prófí í jarðfræði frá Háskóla íslands 1978 og
doktorsprófí í jarðefnafræði frá University of East
Anglia í Norwich á Englandi 1983. Hún starfaði
við jarðhitarannsóknir hjá Orkustofnun á ámnum
1984-1985 og hefur starfað hjá Raunvísinda-
stofnun Háskólans frá 1986, einkum við rann-
sóknir á samsætum súrefnis og vetnis í vatni og við
aldursgreiningar með l4C-aðferð.
Sigfús J. Johnsen (f. 1940) lauk cand.scient.-prófí
í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1966.
Hann starfaði í Kaupmannahöfn til 1989 og síðan
jafnframt við Raunvísindastofnun Háskólans. Sig-
fús hefúr einkum unnið við rannsóknir á fom-
veðurfari út frá ískjörnum úr Grænlandsjökli og
hefur hannað ísborana sem þar hafa best dugað.
skiptingin er ótrufluð er hægt að telja lögin,
og þar með árin, niður í gegnum jökulinn.
Snemma á sjöunda áratugnum varð
mönnum ljóst að gamall jökulís getur
geymt margþættar upplýsingar um veðurfar
fyrri tíma. Síðan hafa verið gerðar nokkrar
tilraunir til að ná ískjörnum úr Grænlands-
jökli og jökli Suðurskautslandsins, en úr
þessum tveimur jöklum hefur helst verið
talið hægt að ná heillegum ískjömum sem
gefíð gætu upplýsingar um veðurfar,
jafnvel hundruð árþúsunda aftur í tímann.
■ BORANIR Á
GRÆN LÁNDSJÖKLI
Casap Century
Sumarið 1966 tókst Bandaríkjamönnum af
mikilli hugvitssemi og þolinmæði að ná
fyrsta djúpa ískjarnanum úr Grænlands-
jökli. Þetta var við Camp Century á
Norðvestur-Grænlandi (1. mynd). ísinn
reyndist þama vera 1390 m þykkur og
neðsti og elsti hluti kjamans taldist 130
þúsund ára gamall. Svo illa vildi til að
borinn sem Bandaríkjamennimir notuðu
glataðist tveimur árum síðar við bomn á
Suðurskautslandinu.
Dye 3
Það var því ekki fyrr en árið 1979, eða 13
árum síðar, að borað var djúpt í Græn-
landsjökul á ný. Nú var á ferðinni evrópskur
leiðangur og var borað með nýjum bor, en
aðalhönnuður hans var Sigfús J. Johnsen.
Borstaðurinn sem varð fyrir valinu til að
Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 83-96, 1994.
83