Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 6
1. mynd. Djúpu rannsóknaholurnar á Grœnlandsjökli. Summit er á hábungu jökulsins og frá þeim stað er jökulskrið til allra átta. prófa hinn nýja bor var við Dye 3, radarstöð Bandaríkjamanna á Suðaustur-Grænlandi. Valið réðst af því að þetta var ódýrasti kosturinn til að prófa borinn, þar sem kostnaður vegna flugs og við að koma upp bækistöð var mun minni en ella hefði orðið. Borinn reyndist með afbrigðum vel og upp náðist 2038 m langur ískjami. Sjálfur bor- staðurinn var hins vegar ekki sá ákjósan- legasti. Á Suður-Grænlandi hlýnar það mik- ið á sumrin að bráðnun verður á yfírborði jökulsins. Vatnið sem til verður við bráðn- unina dregur í sig efni úr andrúmsloftinu þannig að efnainnihald þess breytist áður en það frýs á ný. Að auki hefur komið í ljós að kjaminn geymir einungis samfelldar upplýsingar um siðustu 45.000 árin, vegna þess að lagskiptingin í neðstu 120 m íssins hafði raskast vegna skriðs í jöklinum. Úrvinnsla gagna tókst þó með ágætum og nýjar og öflugar mæliaðferðir vom þróaðar. SUMMIT Eftir borunina við Dye 3 varð það draumur margra að bora í hájökul Grænlands. Þar verður engin bráðnun á sumrin og hreyfíng á ísnum er lítil sem engin og því von um að ná upp kjarna með algerlega óraskaða lag- skiptingu. Draumurinn varð að veruleika sumarið 1992 þegar borun lauk á rúmlega 3 km löngum kjama á Summit, en svo nefnist allstórt svæði á hábungu Grænlandsjökuls. Borstaðurinn á Summit (72°34’N 37°37’V) er í 3238 m hæð yfirsjóogþar er lítil sem engin lárétt hreyfing talin vera á ísnum. Þar fergist ísinn lóðrétt og þar eru því mestir möguleikar á að ná upp elsta ís Grænlands. Meðalárshiti á Summit er -32°C, sumarhiti er nær alltaf undir frost- marki og sumarbráðnun því ekki til staðar. GRIP-verkefnið Verkefnið um djúpbomn á Summit hefur verið kallað GRIP (Greenland Icecore Proj- ect) og er samvinnuverkefni átta Evrópu- ríkja en þau eru Belgía, Danmörk, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Sviss auk íslands. Þann 12. júlí 1992 lauk bomninni og var kjaminn þá orðinn 3028,8 m langur. í neðstu 6 metrum kjarnans er ísinn mjög leirugur (3. mynd) og litlar steinvölur em einnig til staðar. Að öðm leyti em gæði kjarnans frábær, nema á 800 til 1300 m dýpi en þar brotnaði hann mjög upp vegna innri spennu. Innan GRIP-hópsins er nú verið að rannsaka ýmsa veðurfarsháða þætti í ískjamanum. ■ SAMSÆTUR Vatn, og þar með ís, er gert úr frumefnunum vetni og súrefni (H20). Langalgengasti atómmassi súrefnis er 16 (l60) enjafnframt er til örlítið af súrefni með atómmassann 17 og 18 (l70, l80). Eins getur vetni verið mis- þungt. Langalgengasta atómþyngd þess er 1 ('H) en þyngra vetni er einnig til, bæði tvívetni (2H), sem hefur atómmassann 2, og 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.