Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 7
2. mynd. Líkan af Summit-búðunum. Starfið fór að miklu leyti fram í ískjöllurum. Borinn var undir öðru kúluhúsinu en í hinu var eldhús og vinnuaðstaða. Vinna við frágang kjarnans fór fram í 100 m löngum ísgöngum sem lágu frá borhúsinu og reft hafði verið yfir. Vistarverur voru í skálunum fiœrst. Bretar sáu um samgöngur ásamt Bandaríkjaher. þrívetni (3H), sem hefur atómmassann 3. Þannig geta atóm sama frumefnis verið mis- munandi að þyngd. Hinir mismunandi þyngdarflokkar sama frumefnis nefnast samsætur. Þannig eru til þrjár samsætur af súrefni, þ.e.a.s. með atómmassa 16, 17 og 18. Mælingar á súrefnis- og vetnissamsætum eru gerðar í sérstöku tæki sem heitir massa- greinir. Niðurstöður mælinga á súrefnis- samsætum eru gefnar upp sem 8180 og lýsa mismun á hlutfallinu 180/160 í sýninu sem rannsakað er og viðmiðunarsýni (s.k. staðli). Munurinn er gefínn upp í prómill- um (%o). Samsætur OG VEÐURFAR Mælingar hafa sýnt að línulegt samband ríkir milli meðalárshita og „þyngdar“ (sam- sætugilda) úrkomu (4. mynd). Ef meðal- árshiti breytist um 0,67°C breytist hlutfall súrefnissamsætna urn 1 %o. 1 jökulís heimskautanna ákvarðast sam- sætugildin fyrst og fremst af hitastigi á þeim tíma er snjórinn féll. Sumarúrkoma er t.d. mun þyngri en vetrarúrkoma og eftir því sem kaldara er í veðri er þyngd úrkomu minni. Með því að mæla samsætuhlutfoll íssins er því hægt að segja til um hitastigið á þeim tíma er snjórinn féll á jökulinn. H FYRRI RANNSÓKNIR Fyrir tilkomu hins nýja GRlP-kjama var hægt, með hjálp ískjama frá Grænlandi, að 3. mynd. Sigfús J. Johnsen stjórnaði bor- uninni og hér hampar hann neðsta hluta kjarnans eftir að hafa híft hann upp af rúmlega 3000 m dýpi. 85

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.