Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 12
■ STORMAR SAMFARA HELKULDA JÖKULSKEIÐSINS Magn ryks í Grænlandsís er mjög mis- munandi og á síðasta jökulskeiði er greini- legt samband milli rykmagns í ísnum og samsætugilda hans. Mikið ryk er í jöklinum þegar samsætugildin mælast lág og veður- far hefur því verið kalt. Þetta hefur verið skýrt með því að helkuldi jökulskeiðsins hafi einkennst af miklum stormum. Einnig kunna breytingar í hringrás andrúmslofts- ins samfara veðrasveiflunum að hafa áhrif, svo og stærð og staðsetning uppfoksstað- anna. Þannig hefur síðasta jökulskeið á norðurslóðum elcki aðeins einkennst af fimbulkulda heldur einnig miklum stormum og ryki í lofti. ■ SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNURGÖGN Veðurfarssveiflur siðasta hlýskeiðs sjást vel á 10. mynd þar sem niðurstöður fjögurra rannsóknaferla um fornveðurfar eru sýndar. J 0. mynd C sýnir efstu 2982 m af samsætu- sniði GRlP-kjarnans teiknaða á línulegan aldurskvarða með 200 ára meðaltölum. Til viðmiðunar er dregin lína með meðal ð- gildi síðustu 10.000 ára (-35 %o).Til hægri við þá línu eru skráð nöfn hinna ýmsu tímaskeiða samkvæmt evrópskri hefð. VOSTOK- KJARNINN Undanfarinn áratug hefur Sovétmönnum tekist að bora u.þ.b. 2700 m langan ískjarna á Vostok á austurhluta Suðurskautslands- ins. Sá kjarni spannar um 250.000 ár, þ.e. 10. mynd. Niðurstöður Jjögurra rannsóknaferla um fornveðurfar. A) Breytingar á súrefnissamsætum í kalsítfyllingu frá Devils Hole í Nevada. Aldurstölur eru byggðar á aldursgreiningum með geislavirkum frumefnum (U/Th). B) Samsætukúrfa byggð á rann- sóknum á úthafskjörnum Vostok Devils Hole SPECMAP Summit 100 - 150 200 - 250 (SPECMAP). Hin viður- kenndu samsœtutimabil sjávarkjarna eru númer- uð, en aldurskvarði er stjarnfræðilegur. C) Súr- efnissamsætusnið efstu 2982 m GRlP-kjarnans. Hver punktur lýsir 200 ára meðaltali. Aldurs- greining í yngsta hlut- anum (<14.500 ár) bygg- ist á talningu árlaga en í eldri hlutanum á ís- flæðireikningum. Hœgra megin við línu sem sýnir meðalsamsætugildi jýrir siðustu 10.000 ár eru sýnd nöfn á tímabilum samkvæmt evrópskri hefð. D) Vetnissamsœtukúrfa Vostok-kjarnans á Aust- ur-A ntarktíku umreiknuð samkvœmt formúlunni: 8D=88lsO+10%o. Aldurs- greining er byggð á ís- flœðireikningum. 90

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.