Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 13
svipað og GRIP-kjaminn. Eins og sést á 10.
mynd D eru breytingar á samsætugildum
sem fimdist hafa við mælingar ískjarna ífá
Grænlandi ekki eins greinilegar í sniði
Vostok-kjamans. Sennilegasta skýringin er
sú að veðurfarsbreytingarnar séu tengdar
hröðum breytingum á sjávar- og lofthjúps-
straumum á Norður-Atlantshafssvæðinu en
breiðist þaðan út um allan heim.
Kalsítútfellingar frá Devils Hole
OG DJÚPSJÁVARGÖGN
Á 10. mynd A er sýnt samsætusnið kalsít-
útfellinga frá Devils Hole í Nevada, Banda-
ríkjunum, og kemur síðasta hlýskeið
(eem=5e) þar einkar vel fram. Sama má
segja um samsætusnið sem byggt er á
djúpsjávargögnum (SPECMAP) og sýnt er á
10. mynd B. Samkvæmt 10. mynd sýna
samsætusnið ískjamanna tveggja (Summit
og Vostok) og kalsítsins frá Devils Hole að
síðasta hlýskeið hefur varað töluvert lengur
en metið hefur verið út frá djúpsjávargögn-
um (SPECMAP), en úr þeim gögnum má
lesa að á síðasta hlýskeiði hafi jöklar
jarðarinnar verið í lágmarki í ein 10.000 ár.
Ef hins vegar síðasta hlýskeið er skilgreint
sem tíminn frá því fyrst greinast hærri sam-
sætugildi en á nútíma og þar til svo há
samsætugildi hætta að greinast hefur þetta
tímabil varað í nær 20.000 ár, eða frá
133.000 til 114.000 ára samkvæmt GRIP-
tímakvarðanum.
ÓSAMRÆMI í RANNSÓKNUM Á
FORNVEÐURFARI
Eins og áður segir sýnir 10. mynd C (og
reyndar fleiri GRlP-mælingar) að 5e-tíma-
bilið skeri sig úr sem hlýskeið sem brotið er
upp tvisvar sinnum af köldum tímabilum,
ámóta köldum og hlýju kaflamir innan síð-
asta jökulskeiðs. Köldu tímabilin, sem
merkt eru 5e2 og 5e4 á 10. mynd C, hafa
líklega varað í 2000 og 6000 ár og valda
því að hlýskeiðið 5e skiptist í þrjú hlý
tímabil fyrir utan stutta helkalda kaflann í
lok 5e-skeiðsins sem áður er greint frá. Úr
gögnum frá Camp Century- og Devon Is-
land-ískjömunum hafði áður sést mjög kalt
og stutt tímabil innan 5e og samkvæmt nýja
tímakvarðanum gæti það tímabil fallið
saman við eitt af köldu tímabilunum sem
sýnd em á 10. mynd C. Koldíoxíðmælingar
á Vostok-ískjamanum frá Suðurskautsland-
inu benda einnig til að veðurfar á 5e-
tímabilinu hafí verið óstöðugt. Hins vegar
benda frjókomagreiningar og rannsóknir á
djúpsjávarsniðum til þess að eem-tímabilið
hafi verið hlýtt og stöðugt (10. mynd B).
Þetta misræmi kann að eiga sér eðlilegar
skýringar. Veðurfarsbreytingar em venju-
legast stærri í sniðum nær pólum en
miðbaug. Þess vegna er ekki ólíklegt að
kólnunin i Vestur-Evrópu sem samsvarar
lággildunum á 5e4 (10. mynd C) hafi ekki
verið nægilega mikil til að valda vem-
legum breytingum á gróðurþekju og þar af
leiðandi í frjókornasniðum. Samsætusnið
djúpsjávarsets lýsa fyrst og fremst rúmmáli
íss á meginlöndum og breytast því ekki
endilega með hitastigi á þeim tíma þegar
norðursvæði meginlandanna em íslaus. Að
auki er upplausn í djúpsjávarrannsóknum
takmörkuð vegna hræringa sem eiga sér
11. mynd. Frá boruninni við Dye 3 1979.
Þessi bor var einnig notaður á Summit
1992 en nokkuð endurbættur.
91