Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 20
2. mynd. Dvergsimpansi, Pan paniscus (Petsch 1967). Kerfinu verður ekki lýst hér en hlutar þess hafa reynst furðulífseigir þótt öðru hafi þurft að breyta. Frá því að hugmyndir um þróun lífvera breiddust út á síðari hluta nítjándu aldar hafa menn leitast við að beita þeim við flokkun, að telja til sömu ættkvíslar teg- undir sem stutt eiga í sameiginlegan for- föður, fara lengra aftur í tímann til að frnna sameiginlegan uppruna þessara lífvera og annarra af sömu ætt og svo framvegis. I mörgum tilvikum kallar þetta ekki á breytingu á viðtekinni flokkunarfræði. Dýrum eða plöntum svipar oft saman vegna þróunarskyldleika. Engin ástæða var til að kljúfa flokkunarheildir eins og skor- dýr, smokka eða fugla, sem haldið hafa sínu allt frá dögum Aristótelesar. Hins veg- ar eru nú horfnir úr flokkunarfræðinni hóp- ar eins og ormar, sundfuglar og þykkhúð- ungar. Flokkunarkerfið sem við eigum að venj- ast er málamiðlun - og verður það ef- laust enn um sinn. Þekking manna á skyldleika lífveranna er því miður ekki alltaf nægilega traust til þess að hægt sé að skipa þeim niður eins og Þura í Garði raðaði forfeðrum mínum og frændum af Skútustaðaætt. Við vitum til dæmis að frumdýrin, Protozoa, eru samsafn litt skyldra líf- vera. Flins vegar vantar okkur þekk- ingu til að kljúfa þetta safn eða sam- eina hluta þess öðrum deildum, svo sem sveppum, eins og trúlega er ástæða til. Þessu blandast líka tregðan. Flokk- unarheildir festast í sessi og erfitt er að kasta þeim fyrir róða þótt ljóst sé að þær séu ósamstæðar um uppruna. Linné sameinaði flesta aflanga og út- limalausa hryggleysingja í fylkingu orma, Vermes. I hópi þeirra voru til dæmis ánamaðkar, bandormar, þráð- ormar og akarnormar, sem nú teljast til ólíkra fylkinga. Það tók langan tíma að fjarlægja fylkingu orma úr kennslu- og fræðiritum en nú mun hún með öllu út- dauð. Þekking manna á þróunartengslum tegundanna fer ört vaxandi. Þar koma meðal annars við sögu aðferðir sameinda- líffræðinnar. Nú er hægt að greina röð kima (núkleótíða) í einstökuin genum eða genakerfum og sjá hve miklu munar á sýnum úr tilteknum tegundum. Því meiri sem munurinn er á erfðaefni þeim mun fjarskyldari eru tegundimar. ■ UPPRUNAFLOK.KUN Eftir þvi sem þekking manna vex á skyld- leika tegundanna eykst líffræðingum kjarkur til að brjóta upp hefðbundin kerfi flokkunar og raða lífverum í kerfí sem ein- ungis tekur mið af innbyrðis þróunarskyld- leika. Stefnt er að því að hvergi séu saman í flokkunarheild, til dæmis tegund, ættkvísl eða ætt, einstaklingar sem eru innbyrðis fjarskyldari en þeir eru einstaklingum af annarri tegund, ættkvisl eða ætt, eftir því sem við á. Þetta er kallað kladistísk eða 98

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.