Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 22
4. mynd. Greinirit um þróunartengsl manna og mannapa. Til vinstri: Hefðbundin flokkun í ætt manna og mannapa. Til hœgri: Upprunaflokkun. Hér eru stofnar górillu, simpansa og manns látnir skiptast samtímis. 1 reynd er óvíst í hvaða röð þeir hafa greinst að. Bomeó og Súmötru. Hann er álíka þungur og simpansi en mun armlengri: Faðmurinn er rúmir tveir metrar eða allt að því jafn- langur og á górillu. Orangútanar, sem eru rauðleitir, hafast mun meir við í trjám en aðrir mannapar. Menn eiga erfitt með að komast að þeim í náttúrlegum heimkynn- um þeirra, enda er minna vitað urn lífshætti þeirra en afrísku mannapanna. I hefðbundinni flokkunarfræði era mann- apamir taldir til sérstakrar mannapaœttar, Pongidae. Hins vegar em í mannaætt, Hominidae, allir útdauðir frummenn auk manna með nútímasniði. Þetta gengur ekki upp samkvæmt upp- runaflokkun. Við verðum að bíta í það súra epli að simpansar og górillur eru innbyrðis álíka skyld dýr og við erum þeim, og skyldleiki þessara tegunda er slíkur að hann réttlætir ekki skiptingu í ættir. Hins vegar hafa forfeður órangútans skilist frá sameiginlegum ættmeiði okkar og simp- ansa og górillu það snemma að ástæða er til að setja órangútaninn í sérstaka ætt. 2 Ein leið til þess að komast hjá því að skilja á milli manna og dýra innan marka ættar cr að skipta mönn- um og mannöpum í þrjár ættir, Pongidae, órangútana; Panidae, simpansa og górillur; og Hominidae, mcnn. Þessi lausn stenst samt ekki skilmála upprunaflokkun- arfræðinnar nema gert sé ráð fyrir að áar simpansa og górilla hafí aðgreinst eftir að sameiginlegir forfeður þeirra greindust frá forfeðrum manna. Upprunaflokkunin réttlætir sem sagt ekki skiptinguna í menn og mannapa. Sam- kvæmt henni ber að skipta þessu safni líf- vera annars vegar í ætt manna, simpansa og górilla og hins vegar í ætt órangútana (4. mynd).2 ■ SKRIÐDÝR Hitt dæmið sem hér skal nefnt eru skrið- dýrin. I hefðbundinni flokkunarfræði eru þau flokkur hryggdýra, Reptilia. Þau verpa eggjum með skurn eða fæða lifandi unga og er fóstrið í báðum tilvikum umlukið líknarbelg. Þau anda með lungum frá fæð- ingu eða klaki. Núlifandi skriðdýr víkja frá fuglum og spendýrum í því að húð þeirra er hreistruð þar sem fuglar eru fiðraðir og spendýr hærð. Auk þess teljast fúglar og spendýr jafnheit dýr, með hitastilli í heila sem temprar efnaskiptin þannig að líkamshitinn tekur litlum breytingum þótt hiti umhverf- isins breytist verulega. Fiskar, froskdýr og núlifandi skriðdýr eru hins vegar misheit: Líkamshiti þeirra tekur til muna meiri breytingu með hita umhverfísins en hiti jafnheitu dýranna. Við þetta bætast ýmis líkamseinkenni sem hér verða ekki rakin. Samt réttlætir upprunaflokkunin alls ekki tilvist skrið- dýra sem sjálfstæðs flokks. 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.