Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 27
10. mynd. Nokkrar stóreðlur af ættbálki eðlumjaðma, Saurischia, en til hans teljast fuglar að mati margra upprunaflokkunarfræðinga: (a) Coelophysis, frá trías; (b) Omithomimus, frá krít; (c) Megalosaurus, frá júra; (d) Deinonychus, frá krít (Pough, Heiser & McFarland 1989). skömmina flokka þeir fuglana með eðlu- mjöðmum, ekki fuglsmjöðmum. Eins og fuglar höfðu eðlumjaðmamir langan, sveigðan háls. Ymis önnur ein- kenni í gerð höfuðkúpu og annarra hluta beinagrindar eru líka sameiginleg fuglurn og eðlumjöðmum. Menn hafa löngum talið stóreðlurnar sljó kvikindi með misheitt blóð. Bandarískur dýrafræðingur, Robert Bakker, hefur ve- fengt þetta og meðal annars sannfært þann sem þetta ritar um það að þessi dýr hafi verið jafnheit og hreint engir silakeppir. Eg rek röksemdir hans ekki hér en vísa til rits hans (Bakker 1986). Eitt af því sem greinir fugla frá öllum öðrum núlifandi dýrum eru fjaðrirnar. Við tengjum þær gjaman hæfni til flugs og þess vegna hefur stundum staðið í okkur að rökstyðja það íyrir sköpunarsinnum hvern- ig fíðrið hafí þróast með fuglum áður en þeir urðu fleygir. Ýmis rök hníga að því að stóreðlur, að minnsta kosti þær minnstu, hafí haldið á sér hita með fíðri á sama hátt og spendýrin einangra sig með hári. Sam- kvæmt þessu hefur fíðrið upphaflega þró- ast sem varmaeinangrun og flughæfnin komið síðar. Ég lýk þessum pistli með tilvitnun í rit eftir heimildamann minn (Bakker 1986) sem lýsti hugsunum sínum þegar hann horfði á kanadagæsir á farflugi til norðurs: „Dínósárarnir eru komnir. Þá er vorið í nánd.“ 105

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.