Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 29
JÓNSMESSUVEISLA REFSINS Á NESJAVÖLLUM RAKEL HEIÐMARSDÓTTIR Síðastliðinn vetur kom ung kona, Rakel Heiðmarsdóttir, á skrifstofu Náttúru- frœðingsins og kvaðst hafa orðið vitni að því þegar refur veiddi lamb sér til matar. Vildi hún vita hvort einhver hefði áhuga á að hún lýsti atburðinum. Ritstjóri fór með Rakel á fund Páls Her- steinssonar veiðistjóra og taldi hann það afar fátítt að menn yrðu vitni að slíkum atburðum. Varð það að sam- komulagi milli Páls og Rakelar að hún setti lýsingu á atburðinum niður á blað og sendi siðan Veiðistjóraembættinu. Rakel og veiðistjóri veittu Náttúrufræð- ingnum góðfúslega leyfi til að birta lýs- inguna með minniháttar breytingum. Hér kemur sagan um refínn á Nesjavöllum í öllum þeim smá- atriðum sem ég man eftir. Ég -------- verð að játa að frásögnin er ekki mjög vísindalega fram sett. Ég persónu- geri þá sem í hlut eiga, segi hvernig þeim líður og svo framvegis. Að einhverju leyti eru skáldlegar og jafnvel rómantískar lýs- ingar inni í frásögninni en umhverfið er óhjákvæmilega hluti af atburðinum og fyr- ir mér var það ekki hlutlaust, þess vegna get ég ekki lýst því á hlutlausan hátt. Rakel Heiðmarsdóttir (f. 1972) lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri 1991 og B.A.-prófi í sálarffæði frá Háskóla íslands 1994. Hún starfar nú sem aðstoðarmaður kennara við rannsóknir og kennslu í sálarfræði við Háskóla Islands. Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 107-109, 1994. Gönguferð A Nes/avöllum Það var í júní siðastliðið sumar (1993), nánar tiltekið kvöldið fyrir Jónsmessu- nóttina sjálfa, sem ég var á ferð ásamt Sigga, kærastanum mínum, á Nesjavalla- svæðinu. Við vorum stödd í dalnum milli Hengils og Ölfusvatnsskyggnis, sem liggur suður af Nesjavöllum rétt ofan við efstu borholuna. Héðan sést vítt og breitt til allra átta, meðal annars má sjá til Þingvalla- vatns. SlGGI VAR ÚTI... Sigga langaði að ganga lengra suður eftir en ég ákvað að bíða á meðan. Ég settist efst í brekku norðan við dalinn, en dalurinn liggur lágt aflíðandi í suðaustur og er um eins kílómetra langur. Ofarlega í dalnum eru hér og hvar súrhverir, kalklaugar og kísilhverir, þar sem stíga gufur út. Nokkur hópur af kindum og lömbum var á beit í grennd við gufumar, enda var dalurinn grænn og gróðursæll. Kindumar vom lík- lega um 10-15 í heildina og voru ekki langt hver frá annarri. í gegnum miðjan dalinn rennur lítill lækur með lágum, grasi vöxnum bökkum þar til neðst í dalnum, en þar hefur myndast rofabarð á lækjar- bakkanum sunnanmegin. Það var orðið áliðið, á ellefta eða tólfta tímanum, og hið fegursta veður, því sólin sat á heiðum himni. REFURINN BIRTIST Þegar ég sat þama á brekkubrúninni með góða yfírsýn yfír dalinn sá ég allt í einu hvar lítið dökkt dýr kom töltandi upp með 107

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.