Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 33
Eldreinin mikla
SKAFTÁRELDAR FYRR OG SÍÐAR
JÓN JÓNSSON
Þegar flett er gegnum Islandssöguna
kemur fljótt í Ijós að allt frá upphafi
hyggðar hafa margsinnis orðið hér
stórkostlegar náttúruhamfarir sem
stundum hafa lagt heilar byggðir í auðn
og valdið landsmönnum ærnum bú-
sifum. Erfitt er að ímynda sér þœr
hrikalegu hamfarir sem dundu yfir
Vestur-Skaftfellinga og reyndar lands-
menn alla í Skaftáreldum undir lok 18.
aldar, þegar 12 km3 af hrauni fiæddu
upp úr Lakagígum, en það er u.þ.b. sex-
tugfalt hraunmagn Iíeimaeyjargossins
1973. Nú er orðið algengt að ferða-
menn heimsœki gosstöðvarnar en lítið
hefur farið jyrir umfiöllun fræðimanna
um þessa einstœðu gígaröð.
að hefur jafnan verið málvenja í
eldsveitunum að tala um Skaft-
árelda í fleirtölu, enda þótt átt sé
við gos það rnikla eitt sem varð á
afréttum ofan Síðubyggðar 1783-1784 og
frægt er senr mesta hraungos á sögulegum
Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi í jarðfræði frá
Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raforku-
málaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958 til
1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þar
fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og
síðast við gerð jarðfræðikorts af Reykjancsskaga. Á
árunum 1969-1974 starfaði Jón í Mið-Ameríku á
vegum Sameinuðu þjóðanna og fór síðar fjölda ferða
sem ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda.
hftir að hann lét af störfum helur hann haldið áfram
rannsóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni
við æskuslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu.
Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 111-130, 1994.
tíma. Enginn vissi að þetta mikla gos var
hið þriðja sem orðið hefur á sömu gosrein
frá því að ísaldarjökullinn síðasti hvarf af
svæðinu. Þó eru nú liðin 200 ár frá því að
Sveinn Pálsson (1945 bls. 305) lét að því
liggja að byggðarmönnum hafi verið kunn-
ugt um eldri eldstöðvar á þessum slóðum
og kunnað að nafngreina þær. Síðar hafa
nokkrir, og meðal þeirra þekktir og
viðurkenndir vísindamenn á sviði jarð-
fræði, bent á þá staðreynd að gosið hafi á
þessari sömu sprungurein fyrir Skaftárelda.
Að tala um Skaftárelda í fleirtölu er því
meira réttmæli en flesta grunar, en það er
fyrst nú nýverið að ljóst varð að gosin, sem
öll hafa verið stórgos, eru í reynd þrjú,
■ rannsóknir
Segja má að rannsóknir á Skaftáreldum
haft byrjað árið eftir að gosinu lauk og að
það hafi verið með ferð Magnúsar
Stephensens (1785) til eldstöðvanna 16-
17. júlí 1784. Við getum því hrósað okkur
af því að það var þó íslendingur sem
fyrstur kom á vettvang enda þótt sendur
væri af danskri stjórn. Næstur kemur
Sveinn Pálsson á staðinn og er fyrstur til að
komast alveg að eldvörpunum þann 31.
júlí 1794, til þess að gera sér grein fyrir út-
liti þeirra og einkennum og til að koma
þeim á kort, sem því rniður ekki kom fyrir
sjónir almennings fyrr en nálgast tók miðja
tuttugustu öldina.
Síðan taka íslendingar sér heillar aldar
frí frá rannsóknum Skaftárelda og það er
111