Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 35
sóknir á gígaröðinni. Hann byrjaði vestan frá og honum eigum við að þakka fyrstu lýsingu á vesturenda Eldborgaraða. Hann virðist hafa gengið gígaröðina þaðan og austur á móts við Blæng. Reck telur nokkra gíganna á korti Sappers (w, x, y og z) vera eldri en frá 1783. Skrýtið er að hann ekki fann Eldborg og efast um að nokkur tjörn sé þar til. Reck mun þarna einkum hafa verið að viða að sér efni í doktorsritgerð sem kom út tveimur árum síðar. Loks má nefna enn einn þýskan jarðfræðing sem vitjaði Eldborgaraða, F. Bernauer (1943). Hann var í leiðangri til íslands 1938 undir stjórn Oskar Niemczyk sem vann að nákvæmum mælingum, þeim fyrstu, þvert yfir sprungusvæðið á Norður- landi. Ekki er ljóst hve lengi Bernauer dvaldi á þessu svæði. Um gígina íjallar hann ekki og er ljóst að athygli hans var nær eingöngu bundin við jarðskorpu- hreyfingar og sprungur. Guðmundur Kjartansson (1962) gerði áthuganir á Skaftársvæðinu í sambandi við gerð jarðfræðikorts, Blað 6, Mið- Suðurland. Hvað viðvíkur Eldborgaröðum virðist svo af dagbókum hans að hann hafí einkum skoðað gígina austan Laka, Austurgjána, en liann hcfur ekki birt neitt um athuganir sínar þar. Sigurður Þórarins- son (1968) dvaldi tvo daga við gíga- raðimar og Laka 1962 og reit síðan um Skaftárelda og áhrif þeirra í þetta rit. Hann lýsir vantrú sinni á að gosið hafí nema einu sinni á gígaröðinni að „háa gígnum norð- austan i gígröðinni e.t.v. undanskildum“. Ekki tilgreinir Sigurður á hvaða grundvelli þetta hans álit hvílir. Bjöm Jónasson (1974) vann að rannsóknum á Skaftár- svæðinu ásamt öðrum á vegum Orkustofn- unar 1972. Það bitastæðasta og mér vitan- lega það eina sem birt hefur verið um þær rannsóknir er prófritgerð Bjöms, Skaftár- eldasvæðið. Henni fylgir jarðfræðikort í mælikvarða 1:50.000, það langumfangs- mesta sem enn er til af jarðfræði þessa svæðis. Lýsing Bjöms á Eldborgaröðum er stutt, nánast aðeins yfirlit, og ekki verður fallist á sumar þær hugmyndir sem þar eru settar fram, enda eru þær án rökstuðnings. Svona standa málin þegar tuttugasta öldin er mnnin inn á sinn síðasta tug. Ljóst er að enn hefur enginn rannsakað þessar eldstöðvar af þeirri nærfæmi sem Karl Sapper gerði. Það er því full ástæða til að íslenskir jarðfræðingar minnist hans og þakki hans verk. Af því sem hér hefur verið dregið saman er ljóst að sé Björn Jónasson ekki talinn með hafa hinir allir samtals varið minna en 20 dögum í rannsóknir á Eldborgaröðum. ■ nýjustu rannsóknir Ekki hef ég tölu á komum mínum á þessar slóðir en frá því að ég leit þær fyrst em nú liðin full 67 ár. Eftir langa dvöl erlendis kom ég þangað á ný þann 15. ágúst 1946. Ég fór þá gangandi frá bemskuheimili mínu, Kársstöðum í Landbroti, þvert yfír hábungu Kaldbaks beinustu leið í Laka. Þetta var á dýrlegum sólskinsdegi í blæja- logni. Gangan fram og aíitur tók nákvæm- lega 24 klukkustundir. Ekki var því rnikil viðstaða við Laka en þó tók ég þar nokkrar ljósmyndir í litum og gætu þær verið þær fyrstu af þeim slóðum. Síðan hef ég oft komið á þetta svæði, ýmist sem leiðsögu- maður eða einn. Nú hef ég gengið Eld- borgaraðir allar a.m.k. tvisvar og hluta af þeim mörgum sinnum. Frá og með sumrinu 1990 hef ég eftir megni safnað efni í nákvæmt jarðfræðikort af Eldborgaröðum í heild og vist er að ég mun telja mig hamingjusaman ef ég get lokið því verki svo að mér líki. Verður nú vikið að gangi þeirra rannsókna og árangri. ■ hve mörg voru gosin? Hér að framan hefur nokkrum sinnum verið á það minnst að íjórir þeirra sem gert hafa alvarlegar rannsóknir á Eldborga- röðum og um þær ijallað í ritum hafí verið sammála um að þar hafi gosið fyrir Skaft- árelda 1783. Að Sapper undanteknum hefur enginn þeirra gert nánari grein fyrir á hverju þeir byggi þessa niðurstöðu. Hún hefur því aldrei orðið almenningi kunn, enginn íslendingur kynnt hana eða nema rit Thoroddsens á erlendum málum. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.