Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 41
gjallgígi í Eldborgaröðum vil ég nefna
Rauðöldur og þar með endurvekja hið
foma nafn sem til var fyrir Skaftárelda
(sbr. Sveinn Pálsson 1945, bls. 305).
Þétt röð fremur smárra hraungíga er svo
fram að næsta kennileiti, Eldborg, sem
hefur þá sérstöðu að í henni er djúp tjöm
og frá henni liggja mestu hrauntraðir á ís-
landi, Eldborgarfarvegur.
Næsta víst er að Eldborg er annar þeirra
tveggja staða þar sem eldur sást uppi „allt
til þess 14. Januarii 1784“ (Ævisaga, bls.
365). Þetta sást frá Skaftárdal en vel gat
hægfara hraunrennsli, t.d. frá Eldborg,
haldið lengi áfram eftir að til þess sást úr
byggð. Eldborg er eina ömefnið í Vestur-
gjánni og aðeins er vitað um eitt í Austur-
gjánni, Byrðu. Sitt frá hvoru gosi eru þau.
Næst vestan við Eldborg em þrír samfastir
geysimiklir hraungígir. Frá þeim liggja
eldrásir (hrauntraðir) miklar út í Eld-
borgarfarveg og sýnir þar með samtíma-
virkni. Þessir gígir ná yfír um 750 m
langan kafla. Þama er óvenjulega ljóst
hvemig þessir risavöxnu hraungígir liggja
gegnum ennþá stærri og eldri gjallgígi.
Norðan megin er eldri gígurinn miklu
stærri ummáls og margfalt hærri. Hann
einn hefur verið sem næst jafnlangur og
hraungígimir þrír. Vestan í honum er eftir-
farandi að sjá: Ut frá norðurhlið hans
gengur nokkuð þykk hrauntunga (5. mynd)
sem greinilega er kargahraun. Vikurlög
hafa svo mjög jafnað yfir það hraun að nú
standa aðeins hæstu nibbur uppúr. Ljóst er
að þessi vikur getur ekki annars staðar
verið frá kominn en úr gosinu 1783 og
sannast með því enn einu sinni aldurs-
munurinn. Næstir vestan við þessa gígi eru
tveir með þeim stærstu vestan Laka. Þeir
eru aðskildir af þunnri brík, sem sitja má á
og hafa sinn fótinn í hvomm gíg. Frá þeim
stað era um 40 m niður á gígbotn. Hraun-
traðir miklar ganga frá honum að norð-
austan og mynna út í Eldborgarfarveg.
Sunnan megin við eystri gíginn, sem er um
500 m langt gímald, er geysimikil gjall-
dyngja sem hraunin austan frá og úr hraun-
gígnum sjálfum hafa runnið upp að. Norð-
austurgaflinn á eystri gígnum er snar-
brattur að utan og þverhníptur að innan-
verðu. Hann virðist aðeins að hluta til vera
frá Skaftáreldum. Hann gengur svo í sam-
band við norðurrima eldri gjallgígsins, sem
er miklu flatari og í honum taka við
sprangur en flekar milli þeirra hafa sigið
inn að hraungígnum væntanlega við að-
ganginn 1783. Nokkuð vafasamt er hvort
austurhluti næsta gigs hafi yfírleitt verið
virkur í Skaftáreldum. Fomlegar hraun-
traðir liggja þar út úr honum sunnan meg-
in, en inn í þær hefur hrauntunga úr síðasta
gosi gengið. Norðurhlið gígsins er öll í
stöllum sem boglaga hafa hrapað inn að
miðju hans. Utan við hann að norðvestan
er gamalt vikurkafíð hraun sem frá honum
er komið. Úr vesturenda þessa gígs ganga
djúpar hrauntraðir, sem eftir að hafa mynd-
að dálitla hrauntjörn mynna út í Eldborgar-
farveg. Austurhluti þessa langa gígs virðist
ekki hafa verið virkur í síðasta gosi en
hraun frá uppvarpinu vestast í honum hefur
runnið austur eftir honum og hangir nú sem
tunga fram í gamla útfallið og hraun-
traðimar frá fyrra gosi, en hraunið austan
frá hefúr mnnið inn í þær eins og áður
segir. I suðurhlíð þessa gígs, milli gamla
og nýja útfallsins, em sérkennilegar rásir,
1-1,7 m djúpar, ekki ólíkar því að vera
eftir aurflóð, en um það skal ekkert fullyrt
að svo stöddu. Aðeins vestar er gisin dreif
af stómm bombum sem auðsjáanlega hafa
komið í lokaþætti gossins. Svo er að sjá
sem Rauðöldugosið hafí endað með mikilli
bombuhrið. Þetta má ráða af því að bomb-
urnar, sem sumar em meira en 0,5 m3,
liggja ofan á hrauni sem frá sama gíg er
komið. Vestan við þessa og vestastur í röð
stórra gíga er einn hár, reglulegur og
brattur, sá fallegasti í allri Vesturgjá. Hann
er ekki myndaður í síðasta gosi en var
virkur þá og hraunrennsli úr honum virðist
hafa verið til norðausturs, undir yfirborði
og loks sameiginlegt með þeim síðast-
nefnda eins og áður er sagt.
Frá Eldborg og gígunum sem nú hafa
verið taldir vestan við hana er kominn sá
mikli hraunfláki sem mnnið hefur til
suðurs austan við Hnútu, upp að Hnútu-
hólma, sem er gervigígasvæði frá fyrra
gosi, sem sannast af því að þar eru súr
öskulög í jarðvegi, en þau hafa reynst
119