Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 43
Iög af vikri sem hljóta að vera úr síðasta gosi. Hvemig hefðu þessi vikurlög getað lilaðist yfír gígana væm þeir ekki eldri? Röð stórra hraungíga er milli gjallgíg- anna, a.m.k. þrír þeirra em meira en 250 m í þvermál. Þvert yfir vestasta gjallgíginn em meira en 800 m. Þar kemur einkar vel fram hvemig hraunflóðin hafa fallið fram milli þessara risastóm gjallhóla. Ur þrem austustu gígunum hafa firnamikil hraun- flóð fallið vestur eftir að hafa breiðst þar nokkuð út eftir hrauntröðum, sem sums staðar em um 100 m breiðar, en eftir þeim rennur hin ískalda Varmá. Vafalaust hefur þessi fallegi lækur verið volgur um tíma eftir gosið 1783 og þá verðskuldað nafnið en samband austur i þann garnla Varm- árdal hefur hann aldrei haft. Vatnið kemur að öllum líkindum undan Úlfarsdals- skerjum eins og í Landnorðursgili og fleiri lækjum á þessum slóðum. Frá Skerjunum hallar landinu jafnt til suðurs og meðfram þeim hefur þar enginn dalur verið. Sveinn Pálsson (1945, bls. 568) telur að svo hafi verið en dalur sá fyllst af hrauni. Það stenst þó engan veginn sem sannast af því að eldri hraun em á því svæði, svo sem í Hnútuhólma, Háahraunshólma og víðar. Gígasvæði þetta er eitt hið hrikalegasta í allri Vesturgjánni og líklegt er að þaðan hafi komið það hraunrennsli sem fyrst stiflaði Skaftá 1783, og að þar hafí verið eldslogar þeir tveir „ófrásegjanlega stórir“ sem byggðamenn sáu af Kaldbak. Hraun- gígimir frá 1783 ná nokkuð vestur fyrir gjallgígina stóm og þar eru þrír dæmi- gerðir, háir og brattir hraungígir. Má þama sjá ljósast dæmi um útlitsmun þessara tveggja myndana. Allra vestast er lítill og einkar snotur gígstrompur með frárennslis- rás til norðvesturs. Um hana má ganga inn í gíginn norðan frá. ■austurgjáin Norðaustan undir Laka kemur sigdalurinn vel fram. Hann er þar um 260 m breiður og norðan megin er misgengið rétt tæpir 10 m. Hér má líka sjá að sigdalurinn hefur verið til fyrir gosið 1783, því hraun hefur runnið eftir honum endilöngum, en miðsvæðis í honum er hólmi þar sem eldra berg kemur fram. Frá þessum stað er nær þráðbein röð hraungíga, röskur kílómetri á lengd, en þá verður fyrir hár og mikill, svartur gos- malargígur sem hraungígaröðin liggur í gegnum. Gígur þessi er röskir 500 m þvert yfír, lítið eitt sporöskjulaga, og norðurrimi hans allt að 40 m hár kambur. Byggður er hann úr svartri fremur fínkoma gosmöl og með feiknin öll af fluggrjóti dreifðu um innhlíðamar. Mest er það blágrýti, talsvert af sandsteini og nokkuð af jökulbergi. Dálítil brík úr lítt hörðnuðu móbergi kemur fram á einum stað innan á gígrimanum norðan megin. Mun það nýmyndað á staðnum. Nyrðri gígbarmurinn er með öllu gróðurlaus. A syðri gígrimanum, sem er nokkru lægri, em misgengissprungur tvær að honum endilöngum. Þama er dálítið svæði sunnan undir Skaftáreldagígunum, sem ömgglega er eldri myndun en þeir, en ekki ljóst til hvaða tímabils eðlilegast er að telja þá. Við bráðabirgðaathugun á fínasta efninu úr þessum svarta gíg kom í ljós að nokkuð mátti þar finna af skeljum kísil- þömnga. Sýnið sem tekið var til athugunar var grafíð fram á háhrygg nyrðri gíg- kambsins og um 25 cm undir yfirborði, ætti því að vera óhreyft frá byrjun (in situ). Ekkert skal hér fullyrt um gildi þessarar staðreyndar en vissulega styður hún fremur það álit að gosið liafi í vatni. Innan um þetta fína efni var nokkuð af öskubaunum (písólítum). Slíkum myndunum er, það ég best veit, fyrst lýst hér á landi í grein eftir Tómas Tryggvason (1955). Þar er fjallað um efni úr Jarðbaðshólum við Mývatn. í stuttu máli sagt verða öskubaunir til á eftir- farandi liátt: Við öskugos þeytast misgróf ösku(gler)korn hátt í loft upp. Sé regn eða mikill raki i lofti geta örsmá kom lagst sem hjúpur utan um stærri korn sem snúast á fluginu og safnar þeim utan um sig lag fyrir lag uns baunin fellur til jarðar. Eina slíka baun, úr þessu sýni, sem var um 1,7 cm í lengsta þvermál braut ég undir smásjánni og varð ekki lítið undrandi þeg- ar þar var „subfossil" fluga, um 1,5 mm stór en með tiltölulega mjög stóran væng sem var svo vel varðveittur að í honum má 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.